Heimilisblaðið - 01.01.1982, Side 3
LÍTUM VIÐ í LUXEMBURG
Dæmigerðar miSaldir og sjálf tuttugasta
öldin blandast fur'ðanlega í þessu litla og frið-
sæla ríki.
EFTIR OSCAR SCHISGALL
Stórhertogadæmið Lúxembúrg kemur
fyrir augu og eyru eins og þversögn, frá
hvaða sjónarmiði sem á er litið. Dvergríki
þetta, 2586 ferkílómetrar að stærð, er svo
miðaldalegt í byggingarstíl, lögum og
ferðavenjum, að það virðist álíka fjarlægt
staðreyndum nútímans og ævintýrin í bók-
unum. Samt sem áður er það vaxandi ný-
tízku ríki, sjöundi mesti stálframleiðandi
Evrópu og aðalaðsetursstaður Kola- og
stálsamsteypunnar. I Lúxembúrg eru að-
eins 330,000 íbúar, en engu að síður er það
aðili að Efnahagsbandalaginu, Sameinuðu
bjóðunum og Atlantshafsbandalaginu. Að
vísu eru ekki nema 115,000 útvaii)stæki í
landinu, en útvarpsstöðin, Radio Luxem-
bourg — sú öflugasta í Evrópu — sendir
frétta- og skemmtiefni til u. þ. b. 40 millj-
°n manna í nágrannalöndunum.
Meginþversögnin er e. t. v. sú, að þetta
friðsæla fyrirbæri, með miðaldaköstulum,
skógivöxnum klettum, bylgjandi ökrum og
^mekrur á árbökkunum, skuli yfirleittvera
til, eftir allt umrótið í nútímanum. Leik-
fangaland þetta, sem liggur í krika milli
Þýzkalands, Frakklands og Belgíu, ætti að
öllu eðlilegu að hafa orðið sterkum ná-
grönnum sínum að bráð fyrir löngu.
Reyndin er líka sú, að landið hefur hvað
eftir annað orðið fyrir því að vera troðið
undir tánum af óvinahersveitum einræðis-
herra, allt frá Cæsar til Hitlers. Engu að
síður gat Lúxembúrg minnzt þess árið 1963
að hafa verið sjálfstætt ríki í 1000 ár, þó
svo að það hafi ekki yfir einum hernaðar-
mætti að ráða sem nefnzt geti því nafni.
Að undanskildu fimm ára hemámi Þjóð-
verja í heimsstyrjöldinni síðari hefur
stjómarformið í tíð Charlottu stórhertoga-
ynju og Jeans sonar hennar haldizt óbreytt
í 47 ár (greinin er skrifuð árið 1967).
Mitt í allri spennu nútímans er Lúxembúrg
eins og eyja friðar og draumkenndrar feg-
urðar, tákn seiglu og stolts, sem birtist
reyndar í einkunnarorðum hertogadæmis-
ins: „Mir Wölle Bleiw Wat Mir Sin“ —