Heimilisblaðið - 01.01.1982, Side 7
námssvæðunum í Evrópu í mótmælaskyni
við innrásina og herskylduna. Verkfallið
var miskunnarlaust brotið á bak aftur, og
i’úmlega 27 þúsund manns — næstum tí-
undi hver af íbúunum — var settur í
þrælabúðir, fangelsi eða fluttur burt nauð-
ungarflutningi.
Það varð svo eins konar hápunktur þess-
arar stríðsreynslu, að undir lok styrjald-
arinnar varð nyrzti hluti landsins vett-
Vangur einna blóðugustu átakanna sem
áttu sér stað í allri styi’jöldinni — Ard-
enna-bardaganna í desember 1944. Þegar
þeim átökum lauk höfðu 10,000 Þjóðverj-
ar og 9.000 Bandaríkjamenn fundið leg
í lúxembúrskri mold. Ég stóð við hlið
Lúxembúrgara og horfði yfir hvítu krossa-
breiðuna í bandaríska kirkjugarðinum í
Hamm. „Þetta eru sterkustu böndin sem
binda okkur við Bandaríkjamenn,“ sagði
hann við mig. „Þetta voru mennimir, sem
káfu okkur frelsið aftur. Því skal aldrei
verða gleymt.“
Árið 1948 afnam Lúxembúrg hlutleysis-
ákvæðið úr lögum sínum og hefur síðan
Verið aðili að Atlantshafsbandalaginu.
Viðfelldin þjóö. Stundum geta íbúar
þessa lands virzt vera dálítið bamalegir.
Þeir tilheyra þó þeirri þjóð, sem er einna
bezt menntuð og siðfáguð almennt. Svo
er fyrir að þakka legu landsinsn á kross-
götum í álfunni, að í rauninni er þjóðin tal-
andi á þrjár tungur. Franska er hið opin-
bera tungumál, blaða- og kirkjumálið er
venjulega þýzkt, en hið daglega tungumál
er „letzeburgesch“ — miðþýzk mállýzka,
yfrið krydduð frönsku — sem er aðeins
Lúxembúrgurum skiljanleg. Jafnvel í
Sviss er málblöndunin ekki slík. Lúx-
embúrg er að líkindum eina landið þar sem
blöðin bii*ta greinar á frönsku og þýzku
hlið við hlið — með nokkrum auglýsingum
a „letzeburgesch" inn á milli.
Einnig í skólunum er um fleiri en eitt
tungumál að ræða. Allar námsgreinar eru
bæði kenndar á frönsku og þýzku. 1 efri
bekkjum er kennd enska að auki.
Það er ekkert undarlegt, að fyrsti „Evr-
ópu-skólinn“ skyldi vera opnaður einmitt
í Lúxembúrg, árið 1957, fyrir börn starfs-
fólks Kola- og stálsamsteypunnar sem
komin voru erlendis frá. Börnin læra fög
sín á einhverju af þeim fjórum tungumál-
um, sem notuð eru við skólann: þýzku,
frönsku, ítölsku eða hollenzku; en jafn-
framt læra þau a. m. k. eitt mál að auki,
og eru uppfrædd í ýmsum fögum á því
tungumáli einvörðungu. í Evrópu-skólan-
um eru nú 1450 nemendur, og settir hafa
verið á stofn fjórir samsvarandi skólar í
Belgíu, Italíu, Þýzkalandi og Hollandi.
Enda þótt mikil rækt hafi verið lögð við
menntun í Lúxembúrg, hefur aldrei starf-
að þar háskóli. Til þess er landið ekki nógu
stórt. Sem betur fer, er ekki langt að sækja
til að komast í góðar menntastofnanir, því
að ekki er nema nokkurra klukkustunda
ferð til Bonn, Heidelberg, Parísar, Nancy,
Louvain, Liége, Briisselles, þannig að há-
skólaleysið hefur aldrei verið til mikils
baga.
Heimurinn í dag þarfnast staða eins og
þessa hertogadæmis — þó ekki sé til ann-
ars en að geta sannfærzt um það, að mögu-
legt er að finna friðsamlegan reit á jarð-
rí'ki.
Jón Ólafsson, skáld og ritstjóri, kvað eft-
ir heimkomu sína frá Ameríku:
Hálfan fór ég hnött í kríng,
heim er kominn aftur.
Hafði með mér þai’flegt þing:
það var góður kjaftur.
HEIMILISBLAÐIÐ
7