Heimilisblaðið - 01.01.1982, Síða 18
í flokki hinna fyrirlitnu kristnu manna?
Já — ég fyrirlít þá ekki, Antonius, en hið
kyrrláta líf þeirra, samsvarar alls ekki því
lífi, sem þú ert fæddur til. Minnstu þess,
að þér rennur fornrómverskt blóð í æðum.
Forfeður þínir voru hermenn. Faðir þinn
dó hetjudauða með vopn í höndum. Og nú
vilt þú, sonur hans, víkja af þeim vegi,
sem hann vísaði þér á — veginum til sæmd-
ar og fi*ægðar. Nei, vinur minn, það má
ekki verða. Og heyrðu svo þar á ofan um-
mæli föður rníns um þig. Þú veizt, að hann
hefur þig í hárri virðingu og hann vill
gjarna sýna þér vott hylli sinnar. Þess
vegna hefur hann fastráðið að skipa þig
til landstjóra á Sýrlandi í stað Cestíusar
Gallusar. Antonius minn, geturðu vísað
slíku kostaboði frá þér? Keppir andi þinn
enn hærra? Hugsaðu út í, hvað þér býðst?
Þú verður konungi voldugri. Með vopnum
í höndum getur þú venidað ríkið gegn
uppreistarmönnum og móti villiþjóðunum
á landamærunum. Og þú hefur vald til að
berjast fyrir hugsjón þinni — friði og
réttlæti i landinu. Göfugi vinur minn!
Geturðu óskað þér annars meira?
Nú felldi Antonius talið. Rut var kropin
á kné fyrir fi*aman hann. Nú hóf hún upp
augun og leit á hann með viðkvæmasta
kærleika og sagði:
— Þú ert þá kominn til að kveðja mig?
Þótt hún hefði ásett sér að láta ekki á
neinum veikleika bera, þá komu þessi orð
þó titrandi fram af vörum hennar.
Hann hristi aðeins höfuðið, en dró Iiana
að sér um leið, og þá mælti hún:
— 0, Antonius, elskaði vinur. Manstu
ekki eftir kvöldinu fyrir utan Jerúsalem.
Þegar þú lýstir fyrir mér hugsjón lífs þíns
með mikilli hrifningu — það var heiður,
fi*ægð og ódauðleiki. Nú liggur uppfylling
æskudrauma þinna fyrir framan þig. Og
þú skalt vita, að ást mín til þín er nógu
sterk til þess, að ég geti sagt: Taktu á
móti tilboði keisara þíns. Farðu til Sýr-
lands, vertu mikill, vertu voldugur, og
frægur. En — Antonius! einmitt af því
að ég elska þig svo óumræðilega heitt og
elska þína ódauðlegu sál umfram allt, þá
hlýt ég að segja: Gerðu það ekki! Og þú
skilur mig — því hvað stoðaði þig það, þótt
þú öðlaðist allt þetta, já, þótt þú svo ynnir
allan heiminn, en týndir sál þinni. Heyr
þessi orð af vörum hennar, sem daglega
hefur beðið íyrir þér síðan hún lærði að
biðja. Það er að vísu mikið, að eiga hylli
keisarans, en það er þó þúsund sinnurn
meira að eiga hylli hins himneska konungs.
Rómaveldi þarf að vísu á þínum æsku-
kröftum að halda. En til hvers er þeim
beitt? Til hvers liefur Róm beitt valdi
sínu? Eingöngu sjálfri sér til dýrðar, en
fjölda manna til eymdar og ógæfú. Og
hvað er heiður og frægð og það, sem kall-
ast ódauðleiki? — Tómur hugarburður,
svipur einn — tál eitt. Og girnist sál þín
þetta allt, þá getur þér hlotnast það af
Guði. Og það, sem hann gefur, er ekkert
tál, heldur sæll raunveruleiki. Legg því
fram krafta þína og hæfileika, vinur minn,
og þér mun ávinnast, það sem er ódauð-
leikanum meira — það er: eilíft líf í Guði.
0, Antonius, mig hefur lika dreymt mína
drauma; en þeir tóku hærra en til þess,
sem heimurinn getur gefið. Og einn af
þeim draumum, og fegurstur þeirra allra
var það, að ég fengi að sjá þig í tölu her-
manna Jesú Krists, sem vildu berjast —-
ekki fyrir Róm eða með, heldur móti henni
— í her hins lifanda Guðs.
Og er hún nú felldi talið, leit Antonius
á hana og úr augum hans skein óumræði-
leg hamingja, og hann mælti:
— Rut mín, var þessi draumur nú líka
fegurstur þeii*ra allra?
Hún roðnaði, huldi ásjónu sína við brjóst
hans og hvíslaði:
— Nei, Antonius, en þú veizt það svo
vel — fegurstur var þó sá draumurinn af
18
HEIMILISBLAÐIÐ