Heimilisblaðið - 01.01.1982, Síða 20
VITRÍ KRUMMI
ÆVINTÝRI
Einu sinni fyrir ótal mörgum öldum var
uppi konungur, sem átti undursamlegan
hrafn, er gat talað eins og maður. Og svo
var hann eftir því vitur, að konungur ráðg-
aðist við hann í áríðandi málum.
Til konungs komu sendimenn úr öllum
heimsins álfum, frá konungum og keisur-
um; buðu þeir konungi of fjár fyrir þenn-
an vitra hrafn. En konungur vildi ekki
selja, hvað sem í boði var.
Þá var reynt að múta drengnum, sem
átti að gæta hrafnsins. Sá hét Emil. En
Emil elskaði og virti húsbónda sinn og
konung. Konungur hafði alltaf veríð góður
við hann og allt af borið hið fyllsta traust
til hans. Þess vegna vildi Emil heldur deyja
en reynast konungi sínum ótrúr.
Konungur átti dóttur, sem Irena hét.
Fögur var hún og yndisleg, eins og bjart-
ur sumardagur. Hún hafði ást á Emil og
hann á henni, en konungur vildi ekki heyra
á það minnst, að hann gifti dóttur sína
þeim manni, sem ekki væri nema þjónn
við hirðina.
Stjúpdóttir konungs, Emilía, lagði líka
ástarhug á Emil, en hataði Irenu, af því
að hún vissi, að hann hafði meiri mætur
á henni. Hún tók að rægja Irenu við hann,
en Emil vísaði henni frá sér með fyrirlitn-
ingu, lagði hún þá heiftarhatur á Emil líka.
Einu sinni kom nágrannakonungur til
konungs og hóf bónorð til Irenu dóttur
hans og bauð honum jafnframt fádæma
mikið fé fyrir vitra krumma. En konung-
ur vildi ekki neyða dóttur sína til að gift-
ast manni, sem hún hafði engar mætur á.
Nágrannakonungurinn varð fokvondur
og sagði við konung:
„Hvernig getið þér nú verið viss um
að unglingur sá, sem hrafnsins gætir, geti
ekki einhvern tíma freistast til að selja
hann og stinga svo andvirðinu í sinn eigin
vasa?“
„Hann Emil!“ hrópaði konungur og hló
hátt. „Nei, hann er gulltrúr. Ég treysti
honum alveg eins og sjálfum mér.“
„Ef ég nú byði honum jafnmikið og ég
hef boðið yður í hrafninn, þá mundi hann
varla standast það,“ sagði nági'annakon-
ungurinn háðslega.
„Jú, það er ég viss um að Emil mundi
gera,“ mælti konungur. „Svo er ég viss
um trúmennsku hans, að ég sel yður hrafn-
inn í hendur og lofa yður hönd dóttur
minnar, ef yður tekst að freista Emils.“
Þá Ijómuðu augu konungs af fögnuði.
Hann sárlangaði til að eiga hrafninn og
þá ekki síður að eignast Irenu að drottn-
ingu.
Stjúpdóttir konungs, Emilía, hafði stað-
ið á hleri og hlustað á samræður kon-
unganna. Já, ef Emil stæðist ekki freist-
inguna, þá væri hann búinn að fá sín mak-
leg málagjöld. Þá neyddist stjúpsystir
hennar til að giftast nágrannakonungin-
um og þá yrði Emil rekinn úr landi með
skömm.
Hún reyndi að hafa tal af nágranna-
konunginum og það tókst henni.
„Ef þér viljið hafa lánið með yður, þá
dugar ekki það eitt, að þér bjóðið honurn
peninga. Ég held, að hann léti ekki hrafn-
inn af hendi við yður, þó að í boði væri
allt það gull, sem til er í heiminum. En
hann ann stjúpsystur minni af öllum huga
og ef þér lofið honum að sjá um, að hann
20
HEIMILISBLAÐIÐ