Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1982, Page 21

Heimilisblaðið - 01.01.1982, Page 21
skuli fá hennar, þá mundi hann bregðast skyldu sinni.“ ,,En hvemig á ég að fara að því,“ hróp- aði konungur, „því að sjálfur vil ég fá hennar og hafa hana.“ Þá hló Emilía. „Já, satt er nú það, en ég sagði nú líka, að þér ættuð bara að lofa honum því.“ „Nú, svo að skilja, þér eruð vitur kona, Emilía, og ég þakka yður fyrir heilræðið °g því skal ég vissulega fylgja.“ En hvorki höfðu þau konungur né Emi- ha gert sér glögga grein fyrir órjúfan- legri trúmennsku Emils. Emilía vissi það nú fyrir, að hans yrði ekki freistað með fé, en það hafði henni aldrei í hug komið, að hann mundi ekki láta hrafninn af hendi, ef honum væri lofað, að hann skyldi fá það, sem hann þráði mest og elskaði heit- ast. Emil sat fastur við sinn keip, hverra bragða sem konungur leitaði. Hann vildi ekki fyrir nokkurn mun bregða trúnaði við konung og þakklæti því, sem hann átti Þeim elskaða konungi að gjalda. Emilía nísti tönnum af bræði, er að- komukonungurinn sagði henni, hverj u Em- il hefði svarað til. „Gott og vel, fyrst við getum ekki feng- ið hann til þess með góðu, þá skulum við beita hann brögðum og ofríki. Við verð- um að sjá svo til, að fuglinum verði stolið frá honum.“ „Það gagnar ekkert,“ sagði konungur ffi'emj ulega. „Ég fæ ekki Irenu nema með Því móti einu, að ég geti fengið hann til að svíkja húsbónda sinn.“ „Já, satt er nú það,“ svaraði Emilía, „en Þegar þér eruð nú einu sinni búinn að kom- ast yfir hrafninn, þá þurfið þér ekki ann- að en að segja, að Emil hafi selt yður hann.“ Þá hnyklaði konungur brýmar. „Þér fá- Jð mig til að koma fram eins og væri ég argasti óþokki,“ svaraði konungur með þykkju. „Elskið þér Irenu kóngsdóttur, eða elsk- ið þér hana ekki?“ spurði Emilía háðslega. „Jú, það veit Guð, að ég elska hana,“ svaraði konungur, „ég vil gera allt, til þess að ná í hana.“ — En Emil fór ekki að verða um sel, þeg- ar hann sá, hve aðkomukonungurinn sótti fast á með það að eignast hrafninn. Og er hann sá einhverja mannveru laumast að búrinu um kvöldið, þá fór hann að gruna margt, tók vitra krumma þaðan, sem hann var vanur að vera, og setti venju- legan hrafn í hans stað, og sá krummi gat talað stöku orð á mannamáli. Morguninn eftir var búið að stela þeim hrafni. Emil þakkaði hamingjunni inni- lega með sjálfum sér, því að undrahrafn- inn sinn hafði hann falið á óhultum stað. Það var Emlilía sjálf, sem stal hrafn- inum, — enginn ókunnur hefði getað það. Hún færði aðkomukonunginum hann öll ljómandi af fögnuði; fór hann þá á fund konungs og kvað sér liafa tekizt að freista Emils. Konungur náfölnaði af sorg og reiði. Lét hann óðara kalla á Emil fyrir sig og sagði honum til syndanna. „Náðugasti herra konungur, ég er sak- laus,“ sagði Emil. „Fuglinum hefur verið stoliö frá mér. Eg hef hafnað öllum boð- um gestsins yðar, konungsins þarna. Og þegar hann gat ekki fengið hann keyptan þá lét hann stela honum. En ég bjóst við þessu og setti því annan hrafn í búrið í staðinn; en undrafuglinn yðar geymi ég í öruggu fylgsni. Og hérna hef ég hring- inn hennar Emilíu stjúpdóttur yðar — hún hefur týnt honum í búrinu, þegar hún var að stela hrafninum.“ „Lygi!“ æpti Emilía vond. „Nei, hann segir satt,“ sagði aðkomu- konungurinn. „Ég skammast mín og ég iðrast þess, að ég skyldi hafa farið svona H eimilisblaðið 21

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.