Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Síða 34
og kenningar urðu ekki til þess að sannfæra Gyðinga um
að liann væri hinn mikli »kvistur af slofni Ísaí«. Iíraftaverkin
urðu ekki heldur til þess. Þau urðu miklu fremur til þess að
vekja enn meiri tortryggni gegn honum með hinum aflurhalds-
sömu andslæðingum hans, er reyndu að íelja, bæði sjálfum
sér og öðrum, trú um, að hann væri jafnvel »á vegum myrkra-
höfðingjans«. Og þeir fengu að lokum ráðið hann af dögum, af
því að þeir trúðu mun betur þeim skilningi, sem þeir lögðu í
líkingar-spár hinna fornu spámanna en sínum eigin augum og
eyrum; þeir létu kreddurnar og biblíulrú sinna líma hlinda
sig svo, að sjáandi sáu þeir ekki né skildu það, sem var
að gerast með þeim. Og þar eð spádómarnir sýndust ekki gela
átt við Ivrist, nema að litlu leyti, þá varð hann í augum leið-
toga hinnar útvöldu þjóðar sem falsspámaður eða »falskristur«,
sem þeim var skylt að leggja í einelti og ráða af dögum.
Þannig urðu orð og ummæli heilagrar ritningar óbcinlínis
orsök þess að eilt liið hræðilegasta og hörmulegasta dóms-
morð, sem sögur fara af, var framið, er Gyðingar líflélu
meistarann Ivrist. Vonandi endurlekur sagan sig ekki. Tím-
arnir hafa breyzt að ýmsu leyti til batnaðar. En þó er
ekki með öllu óhugsandi að viðlíka torskilin og líkingarkend
orð og ummæli ritningarinnar fái blásið bókstafslrúarmönnum
vorra tíma í brjóst nægilegum ofsóknaranda, lil þess að rísa
öndverðir gegn mannkynsfræðaranum, er hann kemur, sem
vonandi verður, áður langl um líður.
32