Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Blaðsíða 51
mörinum heimsins, hetjum og snillingum og leiðtogum
mannkynsins, hvað þá heldur meira.
Óendanleg torveld er leiðin heim aftur, og vér mundum
efalaust leggja árar í hát, þokast aftur en eigi fram, ef líkn-
arlögmálið hefði eigi séð oss fyrir nægri hvíld á milll.
Vér deyjum, — að menn kalla —, en deyjum þó raunar
alls ekki. f tíu ár, hundrað ár, þúsund ár ef til vill fær
andinn lausn úr efnis- eða jarðlífsfjötrunum lil að safna
nýjum þrótli úr uppsprettulind tilverunnar, í skauti Föð-
ursins.
Aður svo megi verða biður oss hinum megin grafarinnar
nýr reynzluskóli, einskonar hreinsunareldur að þvi er vitr-
ingar úr Austurlöndum segja. En góðar vættir leiða oss sér
við hönd og láta oss íhuga gaumgæfilega og innræta oss
vandlega ávexti jarðlifsreynzlunnar nú og fyrri, svo að eigi
sé hætt við að hún fari forgörðum.
Síðan fáum vér ef til vill í þúsund ár að njóta sæluvist-
arinnar á himnum. En sú kemur stundin að lokum, að vér
rönkum við oss og minnumst heita vorra i árdegi alda: að
hverfa aftur og aftur niður í duftsins riki til þess að læra af
reynzlunni, þangað til að vér værum búnir að aíla oss
hinna æðslu eðliskosla, — og þá tökum vér til enn á ný
þar sem vér hættum síðast.
Þannig fæðumsl vér, bræður og systur, ótal sinnum hér á
jarðríki, og' ef til vill á öðrum hnöttum, þangað til eigi er
þörf á þvi lengur.
Bræður og systur!
Þó að illa hafi sózt námið hingað til og aðrir hafi máske
skömm á yður fyrir morð og rán og þjófnað og allskonar
illvirki, þá vitið það víst, að hér eftir hafið þér lært svo
leksíuna, að eigi er hætl við hrösun eða falli.
7
49