Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Side 63

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Side 63
En sá kuldi! — Súgur svalur sækir á um glugga’ og dyr, glæða skal á öldnum arni undir kaffi-tári hyr, slitnum feldi’ að fótum sveipa, flytja’ að borði gamlan stól, hallast út af, horfa’ í ljósið, halda svo með drengnum jól! Ein með honum, — ó-nei, jólin ein eg held með guði’ í kvöld. — Banna mér að rekja ramma rauna-þræði himinvöld. — Brostin eina elli-stoðin, einkasoninn geymir fold, fallinn eins og hetja’ í hildi, hulinn Frakklands göfgu mold! Hinnsta hréfið, hinnstu kveðju hans ég enn þá lesa vil. Pað hef eg lesið þúsund sinnum þegar ég við heiminn skil. — Er hún saknæm eigingirni, elskan mín og hjartasorg? Pyrm mér, guð, í þínum dómi, þegar eg kem að ljóssins borg!

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.