Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Blaðsíða 36
að ríki hennar væri að eins af þessum heimi; eða með öðrum
orðum tekið þveröfuga stefnu við þá, sem höfundur kristin-
dómsins benli fylgismönnum sínum sínum á? Því auk þess
sem hún kostaði jafnan kapps um að safna sér þeim auðæf-
um, sem mölur og ryð fær grandað, lagði hún og Ieggur enn
alt of mikla áherzlu á alt hið ytra: helgisiði, venjur og trúar-
játningar, í stað hins eina sem höfundur kristindómsins sj'nist
liafa metið að nokkru sem sé: hið kristilega hugarfar og líferni.
Og nú fer boðskapurinn um komu trúarleiðlogans Iand úr
Iandi og eftirvæntingin grípur um sig í liugum manna. Og
ef til vill verður eftirvæntingin nokkru almennari, sökum þess,
að mannkynið er statt í neyð. Og hví skyldu menn eklci líka
gera ráð fyrir að mesta hjálpin sé i vændum, þegar hina
meslu neyð ber að höndum? Eins og allir vita, eru hörm-
ungar þær, sem dynja nú yfir mannkynið, ekki annað en
atleiðingar þess, að menningin sýnist hafa beinzt í öfuga átt,
og þjóðirnar því Ienlar í ógöngum. Það hefur sannast á þeim,
að þær hafa »elt skugga, en fundið hvergi frið«. Og nú er
þeim liarla lítil viðreisnar von, nema þvi að eins, að með
þeim verði gagnger slefnuhvörf. Og menn vona að það andlega
mikilmenni rísi upp áður langt um líður, sem fær valdið
liinum nauðsynlegu stefnuhvörfum með þjóðunum.
En hvað er það, sem bendir sérstaklega á komu þessa and-
lega mikilmennis, er vér nefnum trúarleiðloga? All hið sama,
sem hefur bent á komu allra hinna meirihállar trúarleiðtoga,
sem sögur fara af á liðnum öldum, og þar á meðal komu
Krists. Því að það, sem boðaði komu hans, var: í fyrsta lagi
hinir fornu spádómar Gamla testamentisins. Og þeir rættusl að
því leyli að hann kom, jafnvel þótt þeir sýndust ekki rælasl
að ýmsu öðru leyli, samkvæmt hinum bókstaflega skilningi
sem samlíðarmenn meistarans lögðu í þá. Og nú boða hinir
34