Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Side 82

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Side 82
maðurinn er enn þá mjög eigingjarn eða hefur ekki geiað gert sér nema barnslegar og ófullkomnar hugmyndir um guð og tilveruna. En hvað um það? Bænin verður samt sem áður til þess að þoka honum í áttina til guðs. I’ess her sem sé að gæla, að það er eklci guð, sem þarfnast bænar- innar, heldur mennirnir, sem biðja hennar. í görnlu aröbsku kvæði er þessi frásaga: »Móse heyrði hjarðsvein einn biðja einhverju sinni á þessa leið: »Ó, þú almáttugi guð! Láttu mig sjá þig, svo að eg geti þjónað þér. Eg skal þvo skóna þína, kemha hár þitt og sækja mjólkina fyrir þig.« Móse ávílaði hjarðsveininn fyrir slíka bæn til guðs, þar eð guð þarfnaðist ekki slikrar þjónustu. Hjarðsveinninn hrygð- ist mjög við ávítur spámannsins og ráfaði dapur í bragði út i eyðimörkina. En drottinn kallaði þá á Móse og mælli: »Hvi rekur þú þjóna mína frá mér? Eg göfgast vissulega ekki né verð dýrðlegri við bænir mannanna eða lofgerðir, en þeir göfgast og öðlast hreinna hjarlalag fyrir bænir sinar. Eg lít ekki á hið ytra né hin einfeldnislegu orð þeirra, heldur að eins á hugarfarið og hvort hjarla þeirra þráir að nálgast mig í auðmýkt og trú.« Allir miklir andlegir leiðtogar hafa kent lærisveinum sín- um að lyfta hug sínum í bæn til höfundar tilverunnar. Það sýnir ef til vill einna Ijósast hvert gildi bænin hefur, því að það má ganga að því vísu, að þeir kunni flestum öðrum fremur að mela rétt alt það, er tilheyrir hinu andlega lífi. Kristur kendi t. d. lærisveinum sínum að biðja »Faðir vor«. Hann hefur auðsjáanlega liaft mikið álit á bænaiðkunum, enda bað hann sjálfur iðulega. 80

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.