Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Blaðsíða 52
Og þar kemur að lokum, bræður og systur, að skóli jarð-
lífsins með öllum áhyggjum og unaðsemdum, — sem eru í
rauninni svo smávægilegar, ef rétt er á lilið, — liggur svo
langt að baki yður, að bann og alt það, sem yður vex í
augum nú sem stendur, vakir að eins óljóst í endurminn-
ingunni sem áfangi á leiðinni lil fullkomnunar.
Lifið heil, bræður og systur! Vér eigum eftir að billast oft
og mörgum sinnum. Ef til vill liggur það eiunig fyrir oss að
hatast innbyrðis oft og mörgum sinnum og l)iðja hvert öðru
bölbæna. Ef til vill liggur það fyrir oss að vera ofl og
mörgum sinnum ýmist fangar eða fangaverðir, og skifta
þannig um hlulverk sitt á hvað. En hið góða í oss á fyrir
sér að þroskast og dafna, og þegar að þvi kemur að vér
erum öll búin að læra að elska hvert annað eins og bræður
og systur, börn bins eina sanna Föður, þá mun og gangan
verða léttari og Ijúfari, vegurinn greiðari og takmarkið óðum
færast nær.
Verið því hugrökk og ókvíðin, kæru bræður og systur
í fjötrum. —
Lauslega þýtt af J. A.