Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Qupperneq 67
Kristur laut höfði í hljóðri bæn, — snart síðan lásinn, og
hliðið opnaðist sjálfkrafa. Þannig komst mannsins sonur
inn i borgina. —
í sama nnmd kom konungurinn, Eg hinn mikli, þangað.
Hann ók um borgina í skemtivagni sínum, er allur var
fóðraður pelli og dýrindis dúkum. Konungur kom auga á
ókunna manninn, og bað ekil sinn nema staðar.
»Hver ert þú, og hver gaf þér leyfi til að ganga þessa
götu?« kallaði konungurinn. —
Ivristur leit blíðlega við honum og mælti: »Hver eg er
skaltu síðar fá að vita. Kalla þú mig Pílagriminn frá Kær-
leikslandinu, og leyf mér að dvelja hjá þjóð þinni«.
»Nei, það fær þú eigi«, hrópaði konungur. »Ei lika mér
augu þín, og rödd þin er blíðari en barnsrödd í voru landi.
Haf þig á brautu bið bráðasta; annars læt eg reka þig brott
með valdi«. —
»Leyf mér«, mælti Kristur, »að þvo sár fóta minna og
hvíla mig um stund, því að eg er þreyltur og vegmóður.
Kápa mín er rifm og skýli vantar mig i næturkuldanum.
Hingað lá leið mín yfir urðir og eggjagrjót, og sjá, hvernig
eg er útleikinn eftir ferðina. í dögun mun eg héðan fara«.
Konungurinn rak upp kuldahlátur og mælti: »Heimskingi!
Bæn þín stoðar eigi. Burt með þig! Min biða veizlugestirnir
i höllinnk. —
I3á lyfti Kristur höfðinu, og andlit hans varð bjart sem
ljósgeisli. —
Konungi varð hverft við og mælti: »Hví lýsir ásján þín
svo ?«
Kristur svarar: »Af því að eg ber kœrleikselditm i hjarta
mínu; af honum leggur Ijóma, og af honum vil eg miðla
þér og þjóð þinni, konungur!«
9
G5