Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Side 93

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Side 93
»Jú, jú!<( sögðu þeir allir í einu hljóði. Einn þeirra sat um froskinn, en hinir hlupu eftir steininum. Einn þeirra fann stéttarstein og kom hlaupandi með hann. En nú urðu þeir allir að víkja lil hliðar fyrir vagni, er ekið var í hjólfarið. Það var stór og þungur vagn, og gekk fyrir honum gamall, haltur asni. Og ekki var það heltin ein, sem að lionum gekk: hann var bæði grindhoraður og heyrnarlaus og allur af göflum genginn. Á honum voru klyfjar og vagninn dró hann í tilbót. Með þetta hafði hann vagað allan liðlangan daginn, og nú var skamt heim í hús. Vegurinn var ófær, hjólin festust í leðjunni, — rykkur á rykk ofan, og hann sárkendi til við hvern rykk, því að hann var meiddur. En ökumaðurinn var nú ekki að fást um það. Blóti og barsmíð rigndi yíir aumingja skepnuna uppgefna og úttaugaða. Einn strákanna hrópaði: »Hjólið fer ofan á frosk- inn!« — »Já!« — I3að var nógu gaman að horfa á það! En asninn lötraði álútur, með höfuð við jörðu niðri, og kom auga á froskinn. Hann gægðist í því upp úr forarpollinum. Asninn rak nærri því snopp- una í froskinn, og nú var eins og annar auming- inn vildi hjálpa hinum. 91

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.