Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Qupperneq 75
er ekki þar með sagt, að engir geti orðið að einhverju leyli
þjónar hans, nema að þeir hafi komizt svo langt inn á þá
siðferðilegu fullkomnunarbraut, að hugsanalif þeirra sé í fullu
samræmi við hugsanalíf hans. En hitt er mjög líklegt, að þeir
verði færri, er þekkja hann, sem skortir allan vilja til þess
að koma auga á nýjan sannleika, jafnvel þótt honum sé haldið
á lofti af andlegu mikilmenni.
En svo er líka annað sem getur að minsta kosti komið
til greina. Oss getur gengið vel eða illa að þekkja hann,
alt eflir því hverja hugmynd vér höfum gert oss um hann
og komu hans. Og þær hugmyndir gela verið ærið margvís-
legar. Einn gerir sér ef til vill í hugarlund, að liann muni
koma með »makt og mikilli dýrð« í skýjunum; annar að
hann gangi i kring og kenni, en verði þó auðþektur af því, að
guðdómleg geisladýrð hljóti að slafa af honum; þriðji heldur
að vér hljótum að geta þekl hann af því, að alstaðar megi
rekja kraftaverkaferilinn eftir hann. Þá er og ekki óhugsandi
að einstaka maður ímyndi sér, að hann muni fá þekt trúar-
leiðtogann af hinutn mörgu Kristsmyndum, sem hann hefur
séð, hann muni og ganga í auslrænum klæðum og það eitl
fyrir sig geri hann ærið auðþekkilegan. Svo eru ef til vill ekki
svo fáir, sem gera ráð fyrir, að hann muni segja til sín, segja
að hann sé höfundur kristindómsins, kotninn til þess að end-
urreisa hann og glæða guðstrú og trausl með öllum þjóðum.
Og liver veit, nema alt þetta geri liann auðþekkilegan? Ef
til vill sjá menn eins og guðdómlegan ljóma stafa af honum,
og ef lil vill gerir liann ótal kraflaverk, læknar sjúka, lífgar
dauða o. s. frv. Og vera má að hann segi til sín og verði þar
á ofan líkur þeim hugmyndum, sem ýmsir listamenn hafa gert
sér um hann.
En vér skulum nú gera ráð fyrir, að fált eða ekkert af
10
73