Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1918, Blaðsíða 64
Gullin, sem hann átti’ í æsku,
allar jólagjafir hans,
legg eg á borðið, leik mér að þeim,
ljósan ílétta minja-kranz.
Eg er barn, — ó, bara’ að væri’ eg
barnið góða, eins og hann, —
jólabarn, sem lifði’ í ljósi,
ljósinu kringum frelsarann!
Eins og milli heims og helju
hvíli ég í vökulok,
kynlegur sígur höfgi’ á hvarma,
huga þjakar torbært ok.
Pungar gátur sál og sinni
sækja heim, er alt er hljótt.
— Gef mér þreyttri friðinn, friðinn,
frelsari minn, á jólanótt!
Ó, það mikla ragna-rökkur!
Rofar hvergi fyrir sól?
Getur nokkur heilög haldið
hatri fyrir þessi jól?
Heimurinn er á heljar þremi,
hljóð eru blóði roðin vé. — —
Eg er barn, — en guð í gegnum
geig og tár og blóð ég sé!