Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 2

Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 2
98 H E I M I R UM HJÁTRÚ OG FJÖLKYNGI UPPRUNA ÞESS OG ÚTBREIÐSLU eftir Stefán Sigfússon. GALDRAMÁLA TÍMABILIÐ Þetta tímabil er eitt með því svartasta í sögu Norðurálfunn- ar, og aldrei hefir maðurinn fyr né síðar verið jafn örsneiddur vitsmunalegri heilbrigði né ofurseldur hjátrú og hleypidómum sem þá. Djöflar og illvætti gengu Ijósum Jogum. Frá ölluin prédikunarstólum kyrkjunnar svo öldum skiftir verður aðalkenn- ingin þessi. Uggur og ótti fyrir galdranornnm og fordæðum er almennur. Klaganir ganga á víxl, svo að þegar einn var sekt- aður um galdur, kærði hann þann, sem ákærði hann, og drógust þannig oft fjölmargir inn í málin, er oftast lyktuðu með brenn- um eða hengingum. Hið fyrsta galdramál kemui upp árið 1264 á Suður Frakk- landi. Um það skeið og all-lengi síðar var lítið um brennur. En svo fóru menn að sækja sig, eftir því sem lengur leiö á og byrjunin var hafin. Ofsóknirnar byrja bæði gegn sértrúarflokkum, er allir voru nefndir einu nafni villutrúarmenn, og svo gegn hinum ímynduðu galdramönnum,er fóru nú að finnast svo að segja á hverju strái. Fargan þetta var ekki að eins meðal alþýðu manna heldur einn- ig í hinum æðri stéttum og það allt fram á hinn síðasta tug 17. aldar. Allur sá gauragangur kostaði Norðurálfuna meira blóð, og það saklaust blóð, en öll samtímis stríð og styrjaldir. Menn trúðu því almennt, að það væri Kölski sjálfur, sern upptökin hefði að öllu fráfalli manna— að þeir gjörðust galdra- menn og nornir. Því var almennt trúað, að allir þessir mynd- uðu skipulegt samfélag, og að hver, sem vildi, gæti í félag þetta gengið, með þvíað hafna með eiði öllu samfélagi við guð þrfein- an og alla góða anda, sverja sig frá trú og skírn, og í einu að- hyllast allt það, sem illt var og öfugt. Þó var þetta ekki ein-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.