Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 11

Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 11
H E I M I R 107 og tryllingslegar, ýldi í húskampinum, sleit reykjarflyksurnar úr strompinuin í smáagnir, skellti sér svo ineö tvöföldum hraöa of- an í bakgeröiö, — og stagiö og staurinn og skrautfötin hvíldu á vilpubarminum. IV. Degi er tekið aö halla. Sólin hefir fundiö ofurlitla rifu á ársalnum til þess aö gægjast í gegnum til barnanna sinna. Einn geislinn fór inn í hænsahúsið og féll beint framan í hanann, sem haföi gleymt aö draga blikhimnuna fyrir augun, af því aö skugg- sýnt var, og hann haföi veriö aö gefa stóru freknóttu hænunni hýrt hornauga. Hún er augasteinninn hans, núna sem stendur, og þar af leiðandi andstyggö allra hinna hænanna. Hann stökk ofan af prikinu sínu, gægöist meö öðru auganu út, svo með hinu, stakk síðan nefinu út um gættina, kastaöi reigingslega hnakka og vagaöi út. Hænurnar koma gaggandi á eftir. Fram á stræt- inu ágerast hvellirnir og óhljóöin í strákunum. Haninn leggur undir flatt, hlustar meö annari hlustinni, svo meö hinni, tejigir úr hálsinum og stekkur upp á eldiviöarkubb, viörar þar vængina og réttir aðra löppina aftur meö stélinu, og svo galar hann allt hvaö af tekur í kapp við strákana, líkt og hann segöi: „Hrópiö þiö og sprengiö svo mikiö sem þiö viljið. Eg viðurkenni engan drottningardag annan, en útungunardag stóru freknóttu hæn- unnar minnar." Og hænurnar vöppuöu í kring, gögguöu og samkjöftuöu, eins og víða heyrist í bakgeröum og nálægt eld- húsdyrum, þar sem marghýst er. V. Eg sit enn þá undir vesturglugganum. Sólin hefir fundiö stærri glugga til aö líta niöur um, og skín nú um augnablik inn í herbergiö í allri sinni dýrö. Eg hefi ekki tekið þátt í gleöi þessa dags. Hann á sér engan stað í minni árstíöaskrá. „Eg veit ei af hverskonar völdurn, svo viknandi dapur eg er.Og þó,- hann minnir mig á annan dag, sem vér samlandar í fram- andi landi, hér viö Babýlónar ár, eigum eöa gæturn átt í eiaingu —en þaö orö þekkjum vér að eins á prenti. „Austast fyrir öllu landi af einum veit eg staö, — fjalleyju grænni og góöri. Getiö

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.