Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 24

Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 24
X2Ó HEIMIR kyrkja í þessu landi nokkurt vald yfir giftingamálum fólks, þótt fáeinar hinar allra kaþólskustu þykist hafa þaö í hendi sér, og; svo í ööru lagi er ekki ástæöa til aö ætla, aö persónur æski gift- ingar, nema þeim sé þaö full alvara. Og hversu sem fara kannr þá getur kyrkjan enga ábyrgö borið. Ábyrgðin hvílir hjá )>er- sónunum sjálfum, á þeirra eigin heiöarlegleik og ærlegheitum. Ótal samsæti voru haldin í sambandi við þingið. Hið fyrsta á þriðjudagskvöld, annaö á ftmmtudag um hádegi og hiö síöasta á föstudagskvöld. Viö öll þessi tækifæri voru ræður fluttar a£ helztu málskörungum hér eystra, svo sem Hon. D. J. Long fyr- verandi ríkisstjóra Mass., Dr. Savage frá New York auk ótal prófessora frá Harward og úr víöri veröld. Samsætin voru eink- ar skemmtileg. Þó voru margir farnir aö þreytast um það, er allt var um garð á Jaugardag. Sumar gömlu konurnar fengu sér dálítinn morgunblund viö guðsþjónustuna í KingsChapel á laug- ardagsmorguninn, og nokkrir gráhærðir öldungar hölluöust aftur á bak í sætunum, lokuöu augunum og opnuðu varirnar, rétt mátulega míkiö til þess að geta meðtekið andann—áöur en heim væri fariö. En strax og út var komið undir beran himin, voru þeir hressir og ernir, eins og ekkert hefði verið, gömlu mennirn- ir, kinkuðu kolli hver framan í annan, kvöddust meö mestu vel- vild og blíðu og sögðu: "Let us kéep up the good work. I’ll see you again." Með því eg var ekki ferðbúinn heim, og hafði ekki lokið er- indi mínu, uröu þessi kveðjuorð þeirra mér að nokkurs konar áhríns orðum. Þeir hafa fengiö aö sjá mig aftur, og sumir þeirra aftur og aftur, að vér skulum halda, þeim til mikils fagnaöar og gleði.— 2ð. maí 1905. R. P. Þeir sem skulda blaðinu fyrir síðastliðinn eða yfirstandandi árgang, eru beönir að afhenda áskriftargjöld sín útsölumönnum eða senda þau viö fyrstu hentugleika til B. Péturssonar, 555 Sargent Ave. W’p’g. HBIMIR er geflnn nt af nokkrum íslendingum 1 Amerlku; kemur út 12 sÍDnuin á ári og kostar $ 1 árg. — Útsendingu og innhoimtu annast Björn Pétursson, SSS Sargent Ave. Utanóskrift til ritstjórnar blaösins er: Heimir, 785 Notre Dame Ave. Winnpeg Man. Ritstjóri síra Rögnvaldur Pétursson, Winnipeg. Prentari: (iísli Jónsson, C56 Young st. Winnipeg Man.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.