Heimir - 01.05.1905, Síða 20

Heimir - 01.05.1905, Síða 20
H EI M I R 116 Þótt íariö sé frá Winnipeg til Boston hvíldarlítiö, unz komiö er á áfangastaðinn, ber fátt þaö til titla eöa tíðenda, að í frásögur sé færandi. Strax og fariö er upp í farþegjavagninn og sezt er niöur, varpar maður allri sinni áhyggju upp á C. P. R. og bíöur allra átekta, unz komið er að takmarkinu. Fæst af því sem fyrir augaö ber framan af leiöinni, er heillandi eöa seiöandi manni með nokkurn vegin sjón. Það er miklu heldur furöuvert, hversu guð getur átt mikiö af óbyggðu og óbyggilegu landi í Canada, eins og þó er látið af kostum þessa lands. Svo langt sem augaö eygir eru hrjóstrugar eyöimerkur og skógar, brunnir, kræklóttir og illa vaxnir. Landiö allt grýtt, öræfalegt og aö heita má ó- byggt, svipaðast sem þaö væri afréttarland andskotans, þar sem haldiö væri til haga aflóga fé undirheima, eiturormum, nööru- kyni auk fleiri kögurbarna, er heimzt hafa héöan í heldur rýrum holdum. Grjótiö er hvarvetna upp úr, og víöa sér ekki í svart- an svörð. Þaö er ekki fyr en dregur í námunda viö höfuðstaöinn (Ottawa), að landiö fer aö taka breytingum og fríkka aö mun.- Það er aö morgni hins þriöja, þá fariö er frá Winnipeg. Þar fyrst hefst mannabyggö, og þar er víöa fagurt yfir aö líta. í Ottawa höföum viö hálftíma dvöl og fór eg þar í fyrsta skifti ofan, mest til þess aö geta betur horft í kringum mig, og svo til þess aö anda aö mér lofti höfuöstaöarins, ef svo vildi verkast, aö færst gæti yfir mig á þeim háhelga staö andi Cana- disku þjóöarinnar, sem meö þeim undrakrafti úteys sér hvern Drottningar- kongsins- og íslendingadag, að „útaf bikar vorum flóir."— En andinn kom ekki. Að vísu kom til mín maður í ■* gljáandi klæöum, svo aö sem næst voru þau skínandi, og-bauö mér brennivín, en eg afþakkaði þaö í mesta flýti, og fór aö flýta mér aö komast til sætis aftur. Er lestin var komin af staö, iör- aöi mig stórlega hræðslu þeirrar, er tók mig við aö sjá manninn í gljáklæöunum. Eg haföi gleymt hálfu erindinu, er eg fór of- an úr lestinni, en það var aö líta, þótt ekki væri nema í svip, sýnina sjálfa, Bolc og Grand Trunk, en nú var allt um seinan,— lestin brunuö af staö, og höfuöstaöurinn óöum aö felast í fjar- lægðinni.

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.