Heimir - 01.05.1905, Síða 8

Heimir - 01.05.1905, Síða 8
104 HEIM I R En skjótt, þegar spektir komust á eftir trúarskiftin, brutust galdramálin fram á ný, og breiddust þá ört út. En raddir fóru aö heyrast úr ýmsum stööum, er mótmæltu. A 16. öldinni voru nokkrir rithöfundar, er reyndu aö rýra rök þau, er galdratrúin byggðist á. En þó þeim væri svarað og mótmælt, því enn voru margir, er með lærdómi miklum vöröu hina gömlu galdratrú, og jafnvel þó galdramálin héldi enn áfram fullum fetum, þá var nú mesta ólgan um garð gengin, og sú alda risin, er reiö að lokum öllum ofsa og æöisgangi að fullu. A 17. öldinni fjölgar þeim, sem á móti mæla, og allt til ald- arloka er baráttan háð um einstök atriði, því við sjálfum grund- vellinum, áratrúnni, höfðu fáir þorað að hreyfa. Hollendingur- inn Balthasar Bekker var sá, er fyrstur réðist á allan lærdóminn og það svo röggsamlega, að galdratrúin beið þess aldrei bætur. Rétt undir lok 17. aldarinnar kom út hið mikla verk hans, „Inn töfraði heimur", og ræðst hann þar á djöflatrúna sjálfa með öll- um vopnum guðfræðinnar og skynseminnar. Við þessa bók var sem augu manna opnuðust um alla Norðurálfuna og menn vökn- uðu upp frá illum draumi, menn fóru að endurvitkast og sjá sig um hönd. Smásainan tóku nú galdramál að leggjast niður og hætta í hinum ýmsu löndum. I Danmörku 1700, í Þýzkalandi um 1710, í Austurríki 1740, en á þeim svæðum álfunnar, þar sem upplýsing var minnst,- vöruðu þau þó við iram undir 1800. Með galdramálunum dó út trúin á galdur og fjölkyngi með- al hinna menntaðri manna, og því meir sem náttúruvísindaleg þekking óx. A 19. öldinni hafa og mörg önnur hindurvitni horf- ið úr hugum manna, er áður meir lágu sem mara yfir þjóðum og löndum. Að geta þeirra hefði tekið of langt mál, því ef ná- kvæmlega hefði átt að fara út í hjátrúarsögu Norðurálfunnar, hefði það orðið nóg bókar efni. Þess eina ber að vonast, að eins og 2 næstliðnar aldir hafa hreinsað og hafið hugsunarháttinn og aukið sanna siðmenningu og þekkingu, þannig muni og hinar komandi aldir rýma því á brott, er enn þá kann að felast í trú og kenningum manna af hleypidómum og hjátrú.

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.