Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 21

Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 21
HEIMIR 117 í Montreal var skift um vagna til Boston. Þar varö 2 tfma biö, nægiiega löng fyrir hvern, sem vildi, til þess aö ganga upp aö „Skírgetnaöar" kyrkjunni (Immaculate conseption), eöa hvaö hún heitir, sem kaþólskir menn hafa reist þar skammt frá vagn- stööinni. Þangað gekk fjöldi manns, meöan biöin varö, og sem sannur íslendingur fylgdi eg eftir fjöldanum. Eg sá þar Pétur og Pál og Maríu og Gabríel og annað fornaldar fólk, en stutt varö um samræðurnar. Þau eru ölí búin að missa máliö fyrir löngu, og sjaldgæft orðið, að þau hreyfi hönd eöa höfuð fyrir þráfaldan bænastaö hinna trúuðustu í kyrkjunnú Öllu hnignar, en öllu er haldið við í trúnni, jafnvel þótt þaö kosti sál og sann- færingu.— Það var eitt sinn maöur á ferö. Er hann fór aö heiman, þurfti hann yfir fijót, sem varð á vegi hans. Og er hann kom ofan í bátinn, snéri hann hnakka og hæli aö stafni, og réri aftur á bak, unc hann bar að landi. Við ferjustaðinn fékk hann sér hest til næsta kauptúns, og er hann steig á bak, fór hann öfug- ur í söðlinum, svo að bak vissi fram, en ásýnd aftur. Þannig ferðaöist hann þaö sem eftir var vegarins, þótt á þurt land væri komiö, af því þannig var ferðin hafin í byrjun.— Á laugardagsmorguninn vaknaði eg upp við góð tíðindi,— lestin var komin til Boston. Fyrsti maðurinn þar, sem eg bar kennsl á, eftir aö eg var kominn á strætisvagninn, var Leifur Eiríksson. Hann stendur enn viö vegamótin á Commonwealth Ave., skyggir hönd fyrir augu og horfir mót Iandsuðri. Hann er nú steindrangur eins og hinir, en þó held eg hann tali skiljan- legri oröum og með meira lífi til allra vor, en Pétur austræni úr Galíleu. Næstan manna hitti eg Vilhjálm Stefánsson, og svo nokkra gamla skólabræður, og svo mann af manni. Það var í V Cambridge. En nú voru tvö ár liðin, frá því eg var þar síðast, og margt orðið breytt. Margt breytst á annan hátt en vér ætl- uöum. Vér tökum hljóðir sumum þessum breytingum og semj- um oss að þeim,er stundir líða fram,á aðrar sættumst vér aldrei. En þá er aö minnast Unitaraþingsins með nokkrum oröum. Eins og venja er til er þing þetta haldið í Boston Mass. 4. viku maímánaðar ár hvert. Þingið var sett 22. og því slitiö 27.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.