Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 18

Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 18
H4 H E I M I R alvöru að verSa skarpt um nýmjólkina. Karl sagði, að hún „blessuð skepnan hetði tekið sér fráfall nöfnu sinnar svo nærri, að hún væri'að verða alveg þur." Aðrir sögðu, að hann drykki alla mjólkina. Nokkuð var það, að verkstjórinn seldi stóru Skjöldu fljótlega, og sagði að það væri orðið rneira en dagsverk fyrir gamla Stebba að mjólka beljuna. En daginn eftir að hann seldi Skjöldu, gekk karlsauðurinn úr vinnunni og fór inn til bæ- arins og byrjaði mjólkursölu, Og farnaðist á ýmsa vegu þar við.- Fyrir sérstök atvik varð eg viðskila við íslenzka verkstjórann, sem mér þótti sárt fyrir í bráðina. Og vann eg því á meðal allra. þjóða manna um mörg ár á járnbrautum. Það var einn góðan veðurdag í júlímánuði, að eg fékk hrað- skeyti frá Winnipeg, að koma þangað tafarlaust. Eg var þá að vinna vestur í Klettafjöllum. Eg fór tafarlaust austur aftur með næstu lest. Eg bjóst strax við, hvaö um væri að vera—systir mín væri dáin. Hún koinst til nokkurrar heilsu aftur og komst frá Selkirk til Winnipeg. Þaðan skrifaði hún mér, og eg henni, fáein bréf. Þegar eg kom til borgarinnar, reyndist það svo, að eg hafði getið rétt til um kallið þangaö. Það var allt saman eðlilegt og gekk sinn vanaveg, milli lífs og dauða.— Þessa viku, sem eg kom til Winnipeg, stóð hin svo nefnda fylkissýning yfir. Eg hugsaði mér að forframa mig einu sinni á ævinni almennilega, og sjá þá hvorki í tímatap né fáeina aura. Eg fór „á sýninguna", eins og íslendingar segja frá því. — Oft hafði mér ógnaö að sjá og heyra til manna á réttum á íslandi; ennþá meira ógnaði mér þó að sjá og heyra til manna á þessari sýningu. Eg hefi oft séð drykkjuskap og slark, áflog og rysk- ingar, en aldrei nokkuð í hálfkvisti við þá sýningu. Aldrei hefi eg séð jafn bandvitlaust fólk sem þar. Margir eru miklu nær því að sýna sig sem óarga dýr en siðaða menn. Vínsala er þar stranglega bönnuð, en hvergi er meira vín og öl selt en í sýn- ingargarðinum. Þar úir og grúir af lögregluþjónum í einkennis- búningum, en það virðist, eftir því er blöðin segja frá, að þar sé stolið frá öörum hvorum og þriðja hverjum manni. Vasaþjófar eru þar á öðru hvoru strái, en blöðin segja, aö þeir komi allir frá Bandaríkjunum. Það eru ekki þjófar til í Canada,— það er öðru nær en svoleiðis illþýði þrífist þar, í því góða siðferöis ríki,

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.