Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 10

Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 10
io 6 H E I M I R sjáanlega hæst ánægSir yfir óvenjulega góöum árangri iöju sinn- ar svona snemrna dags. III. Eg sít undir vesturglugganum og horfi út í bakgerðiö. Norö- anvindurinn gnauöar kaldranalega um húsvegginn, lemur stór- geröum regnslitringi í rúöuna og hvín ámátlega í þvottastaginu, sem strengt er frá eldhúshorninu utanverðu og út aö bakgirðing- unni. Hér er fátt til feguiðarauka. Eldiviðarhrúga. Lítt er nú um fegurð þína. Eitt sinn varst þú þó laufþéttur, limfagur skógur, og enn geymir þú sólskin liðinna alda í sterkum álögum. Yfir henni gín axarblað— ímynd hins forna (og nýja) hegnanda réttlætis. Við hlið hennar er forarvilpan, er sogar allt til undir- djúpanna, sem er nógu þunnt og leiðanlegt til að renna og fylg- jast með straumnum.— Út viö hliðargirðinguna er hænsahús. Undir staginu er staur, bundinn fastur við það að ofanverðu, og á því eru kvenntreyjur með nýtízku ermum, og pils í ótal fejl- ingum. Vindurinn togar í stagið, fyllir treyjubolina, þenur út ermarnar og belgir sig í pilsunum. Svo hefst allt á loft,—stag- ið með staurnum og fötunum. Treyjurnar eru upp með sér og drembilegar og slá í kringurn sig með ermunum, eins og tildur- samar skartsmeyjar á skemmtigöngu, og pilsin lyfta sér hátign- arlega, eins og væri þau að dreyma urn hvirifandi hringiðu í döf- ljúfri danshöll á degi drottningarinnar. En allt í einu nemur staurinn við jörð, rær sér spekingslega, eins og þingmannsefni á ræðupalli frammi fyrir kjósendum, segjandi: „Hingað, og ekki lengra,— þér veitið mér veg og gengi, en eg er sá, sem ber yður öll á herðum mér, og segi til um þanþol stagsins—stjórnarinnar sjálfrar. Þér sjáið því öll, að án mín yröi stagsins og yðar dýrð engin." Og treyjurnar og pilsin féllu sarnan í auðmykt og und- irgefni að boði herra síns. Þau þekktu ekkert æðra vald.— En stagið blístraði og gnauðaði eins og fertug meykerling, er gnístir tönnum yfir forsmáðurn ástaratlotum. Hví gátu heimskingjarn- ir ekki skilið, að það' stjórnaði þessu öllu saman, og að staurinn bar sig svona riddaralega að eins vegna þess, aö það hélt utan um hálsinn á honum. Og vindurinn hvein í staginu og hló fyr- irlitlega að sjálf.sdrambi smælingjanna. Hann hló og hló, hærra

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.