Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 4

Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 4
IOO H EI M I R Kunnugastir eru staöirnir „Bloksbjörg" á Harzen, á Þýzka- landi, „Blákolla" á Eylandi viö Svíþjóö og svo Hekla á Islandi. Var þessi hátíö ýrnist haldin „Valþyrgisnóttina" fyrsta maí eöa á Jónsmessunótt. Allar nornir áttn aö vera viðstaddar þessa nótt, annars var ills aö vænta frá Kölska. Ferðalagið var og með ýmsu fleira móti. Sumar riöu púkum til þingmóts, er voru þá í hafursgervi. Þá máttu þær ekki líta aftur, því það varö til þess, að þær féllu af baki, og gekk þá ferðalagiö seinna. Sömu- leiðis er með hátíðina, er haldin var með miklum glaumi og gleði, dýrindis krásum og vínum o. s. frv. Að hófinu var hver sú norn, er flest skálkapörin hafði framið, í mestum hávegum höfð en hinar, er litlu hafa áorkað, fá drjúgum ofanígjafir, og liðlesk- jur allar hýddar að boði Kölska af djöflaböðlinum. Þegar nýir meðlimir hafa þannig séð allt, sem fram fer, og kynnt sér hvers þeir mega vænta, eru þeir teknir inn í samfélag nornanna, um leið og þeir skrá nafn sitt með blóði sínu í afar- stóra bók. Stundum er þó samningurinn beinlínis gjörður við Kölska sjálfan, þar sem viðkomandi áskilur sér jaröneskan auð og fagnað, en heitir aftur á móti, að heyra honum til eftir víst tímabil; og eru til afrit nokkurra slíkra samninga. Eftir að nöfnin eru skráð, fram fer skírn hinna nýju með- lima, og fá þeir þá nýtt nafn. Að lokum setur Kölski innsigli sitt á þann, sem skírður er, helzt á einhvern hulinn stað. „En þar sem Satan hefir drejúð fingri sínum á, þar kennir eigi sárs- auka framar." A því áttu allar nornir að þekkjast, að á sér báru þær einhvers staðar tilfinningarlausan díl, ef að var hugað. Til þess að verjast öllum þessum ófögnuði og árásum hins illa og útsendara hans, þurfti almenningur manna að fá einhver- jar verjur í hendur eða lærdóm, er unnið fengi því bug. Kyrkj- an fer því að taka upp ýmiskonar varnargaldur, er fiestir þénar- ar hennar urðu næsta leiknir í. En það reyndist brátt ónóg, því ekki gat presturinn ætíð verið á öllum stöðum. Enda þurfti lýðurinn sjálfur eitthvað að Vita lengra nefi sínu. Þannig varð þá til „lýðtöfrafræðin", er fékk mikiö gengi um þessar mundir. Með notkun hennar kunni hver og einn að verja sig fyrir flest- um ásóknum og gjörningum. Lýðtöfrafræðin hafði þrennskonar tilgang, að uppgötva for-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.