Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 3

Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 3
H E I M I R 99 hlítt, menn uröu að lofa því, aö veröa guöi óvinveittir og öllu því, er hans var. Ekki máttu menn heldur vera aögjörðalausir, heldur með öllu móti vinna tjón guði og öllu góöu. Miklu fleiri og margvíslegri skuldbindinga var krafist, áöur en upptaka feng- ist í nornafélagiö,- en aö því loknu voru menn ekki á flæðiskeri staddir. I ríki kölska var allskonar fulltingi aö fá. Allir lians liöar uröu útbúnir allskonar kyngi til að vinna öörum mönnum tjón, undantekningarlítiö. Þó ináttu þeir síh ekki við ráövönd- um mönnum, prestum eöa helztu yfirvöldum. Alveg óskiljanlegt var þaö, hvaö mönnum hugkvæmdist að eigna nornunum og trúa að þær gjöröi viö fólk. Þær áttu að geta seitt eöa töfraö alls kyns ómeltanlega hluti ofan í eða inn í fólk, svo sem hár, glerbrot, nálar, nagla, hnífa, tréspítur, fiska- bein, orma, skorpíónir o. fl. Einnig gátu þær skaðaö eða kom- ið töfrum fram meö því, aö horfa á eöa anda á menn. Þær gátu seitt burtu fæöu manna og matarföng, kornvöru o. s. frv. Meö því að leggja jurtir undir sængurfötin, svo og ineð því að hnýta hnúta á bönd og reimar,gátu galdranornirnar gjört hjóna- bönd ófrjósöin, breytt kyni fóstursins í móöurlífi og annað þessu líkt. Það var svo sem vitaskuld, að þær gátu komið til leiðar illviöri, gjörningaveðri og ýinsuin náttúru afbrigðum, er tjón leiddi af. Sjálfum sér áttu þær að geta veitt fegurö og auðæfi. Mjög var sú spurning tíð um miöaldirnar, hvort galdranorn- irnar mætti nokkru góöu til leiðar koma, t. d. lækna hættulega sjúkdóma o. s. frv., og ætluöu flestir, aö þær í rauninni gæti þaö, en Kölski gæfi þeim örsjaldan leyfi til þess. Allar nornir og galdramenn áttu að geta riðið loftiö með ærnum hraða með aöstoð Ivölska eða sérstaks púka, sern þeir höfðu í þjónustu sinni. Þannig átti prestur einn í Halberstadt á Þýzkalandi árið 1221 að hafa sungið 3 messur, sína á hverjum staö og langt á inilli. Með því að rjóða sig smyrslum tilbúnum af nýfæddu barni og nokkrum eiturjurtum uröu nornirnar megnugar þess, að ríöa gandreiöar gegn um loftið á allskonar verkfærum, hóum, eld- skörungum o. s. frv. Einkum voru slík ferðafæri notuö á hinni árlcgu hátíð „Nornahelginni", er venjulega var haldin á háu fjalli einhverju eða í stórskógar rjóöri.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.