Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 9

Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 9
H E I M I R 105 Smápistlar frá drottningardeginum. ---•——— I. Drottningardagurinn er runninn. Eg vaknaöi upp úr drauin- móki næturinnar viö einstakan srnáhvell, er aö eitis var fyrir- boöi annara fleiri og stærri. Þannig fagna hinir konunghollu Winnipegbúar komu þess dags, er minnir öörum framar á einn liöinn í hinni ramgjörvu stálkrumlu erföaréttarins „af guös náö", er greipar vort víölenda fööurland,—heiminn. Eg kemst út á tröppurnar. Hirnininn er íklæddur öskugrárri loöólpu aö öllum endimörkum hins víöfeöma sjóndeildarhrings vestrænu sléttunn- ar. Hann boöar storm og regn. Lítiö gleöiefni fyrir þessa dags hyllendur!.... Rigningin drýpur á húsþök og stræti af og til,— stundum smáúöi, stundum í stórum strjálum dropum í gegn um vindkviöurnar. Viö og viö ganga smástrákar eöa vaxnir ung- lingar framhjá, þeir kasta rauöurn bréfbögglum meö stuttu rnilli bili ofan í gangstéttina, og veröur þar af ýmist hvellur allhár eöa margir smábrestir í senn. Þaö köllum vér púöurkerlingar. Suinir hlægja eöa reka upp skræk,— en flestir eru þeir alvarleg- ir, sem flnni þeir til ábyrgðarinnar, er á. þeirn hvíli, ef slegið sé slöku viö, og hinn dýrmæti tími illa notaöur. II. Senn er liöiö aö nóni. Sólin hefir enn ekki fundið nokkra glufu á gráa hamnum til aö gægjast í gegnum. Brestirnir kveöa viö af og til. Hugvitserni hinna drottinhollu viröist ekki hafa fundiö nokkra nýja braut. Þarna hyllir undir jarpan gæðing og mann í léttvagni á flugaferö. Lævísir náungar tveir strá rauöu bögglunum úr vösum sínum á strætiö. Hestur og vagn þjóta framhjá. Ótal smábrestir! Gæöingurinn prjónar í háa loft,— augun verða tryllingsleg, nasirnar flenntar, og froöan rýkur eins og særok af mélunum. Maðurinn færist í hnút í setinu, tautar út í millum sainanherptra varanna, rj'kkir sterklega tvisvar eöa þrisvar í taumana,— og svo hverfur allt í flugferð fyrir næsta götuhorn. En unglingarnir líta íbyggnislega hvor á annan, auð-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.