Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 15

Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 15
H E I M I R 111 að fá aö sjá mig, og kenna mér eitthvaö gagnlegt og nýtilegt.- Ó, eg tryöi því ekki, hvað hann vaeri óþolinmóður eftir, að gera allt það bezta fyrir mig, Hann væri hámenntaður. A-ðaliega Jegði hann vélastýrslu sér fyrir hendur, sein stæði, rétt núna „renndi hann þvottamaskínu á stóru, afarstóru þvottahúsi." Eg hafði iöngun til að skreppa til Ameríku, eins og annað nýmóðins fólk á Islandi hefir haft um nokkur ár, og þetta syst- urbréf skemmdi ekki þá Iöngun. Eg hefi ætíö verið auðtrúa og treyst öðrum vel.því eg hefi hatað að brúka hrekki og táldrægni. Mér finnst það svo lítill karaktér að iifa á iygi. Þetta voru því aðal tildrögin fyrir vesturför minni, hér að framan sögð. Lára fór til Vesturheims af þvf, aö faðir hennar var nýgift- ur í þriðja sinn, og henni féll ekki allskostar vel við seinni stjúp- una.— Það gerðist ekki margt sögulegt á leiðinni vestur. Við vorum um sjötíu „í hópnum", eins og blöðin kalla það. Að átta ungbörn dóu á leiðinni og þrjú fyrstu nóttina á innflytjendahöll- inni f Winnipeg, og tvö gamalmenni köfnuðu úr þreytu og gas- lofti,— það var svo eðlilegt og ekkert tiltökumál, því að menn deyja alstaðar á hnettinum. Eg spurði agentinn oft eftir systur minni heima. Hann kvaðst þekkja hana, já já, sursum-sei-sei. Henni liði ágætlega. Barasta skínandi vel. Svo á leiðinni fór hann að kannast minna og minna við hana. Vissi ekki aimennilega um hana upp á síð- kastið. En þegar kom til Winnipeg, vissi hann ekkert um hana, og þverneitaði að reyna hið minnsta til að hafa afspurn um, hvar hún ætti heima. En það er ein björt dýrðarsól, er margir íslendingar eiga til þar —hinar eru máske nokkuð bjartar—, en það er gestrisni við nýkomna innflytjendur. Fyrir það verður þeim ekki oflof borið urn skör fram. Eg stóð uppi hálfráöalítill, ókunnugur og máliaus. Svo leið dagurinn, og kveldiö kom, en ekki kom systir mín og „Jack" að taka mig heim í hertogahöllina sína. Eg spurði nokkra ókunna landa eftir systur minni, Ashiidi Arnfinnsdóttur, en þeir hristu aliir höfuðin. Loks korn gamall maður til mín og fór að taia við mig,- spyrja mig eftir ótíðinni, hafísnum og óáran á „gamla landinu", og hvaðan eg væri af landinu. Ó, hann kannaðist strax við fólkið mitt, því hann var í næstu sveit við það. Búinn

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.