Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 6

Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 6
102 H E I M I R stundum tónaöur 144. sálmur Davíös. En dygöi eigi vígöa vatn- iö, var þá gripið til hins vígta brauös (hostian), og brást þá sjaldan bati. Algengar voru steringar sveitaklerka gegn skaöleg- um dýrum, sem úlfum, refum, rottum, músum o. s. frv. Hiö erviöasta viöfangs af öllu, er fyrir gat komið, var þaö, er djöfsi fór í einhvern manninn, sem þráfaldlega kom fyrir. Að vísu mátti reka hann út, en það var hvorki áhlaupaverk né með öllu hættulaust. í gamalli kyrkjuformálabók er framtekið skýrt og skorinort, „að hver sá, sem djöful vilji útreka, verði aö hafa hreint hjarta og fara mjög varlega í sakirnar." En það próf gátu ekki allir klerkar staðist, og voru það því að eins sárafáiry er dirfðust að ganga svo í berhögg við þann gamla. En auk þessara meinlausu hjátrúar varna kyrkjunnar reis upp önnur, er kostaö hefir milljónir rnanna lífið, en það var Rannsóknarrétturinn, er í fyrstu var skipaður til þess, að dæma vantrú og villukenningar, en varö brátt aðaldómstóll allra galdramála. Það var um miðja 13. öld, að nýafstöðnum ofsókn- um kaþólskunnar á sértrúarfiokkana, er þar voru í landi (Val- densa og Albígensa). Galdrabrennur með málarekstri og pynd- ingum stóðu þar með miklum blórna allt til loka 14. aldar, að þingið franska tók í taumana (1390) og kvað svo á, að kærur fyrir galdra og gjörninga skyldi koma fyrir landsréttinn í stað kyrkjuréttar. Fór þá brátt aö dofna yfir brennunum, unz að lokum alveg tók fyrir þær. Færöist þá ófögnuöur þessi yfir til núgrannaþjóðanna, eftir að Jesúítar komu til sögunnar, með hálfu meiri ákefð en áöur. í Þýskalandi höfðu fá galdramál komiö fyrir, meðan ósköp- in gengu á í Frakklandi, en eftir árið 1484 byrja ofsóknirnar þar fyrir alvöru. Þá gefur Innocentíus VIII. út hina alkunnu skipan, að útrýma og ofsækja alla gjörningamenn þar f landi. Umboð til þessa fékk hann tveimur munkum, er ráku erindi sín rösklega. Varð annar þeirra, Jakob Sprenger, nafnfrægur fyrir rit, er hann gaf út, „Galdrahamarinn", þar sem farið var út í nákvæma lýsingu á öllum kuklaraskap og fólki veittur mikill styrkur í galdraátrúnaðinutn. í fyrstu tóku Þjóðverjar þessu páfaboði mjög fálega, því bæði var galdratrú heldur í afturför þá, og svo voru almúga-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.