Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 7

Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 7
H E 1 M I R 103 menn farnir aö þreytast á fégirnd og yfirgangi klerka. Því hver sá, er sannaöist aö sök, var líflátinn, og góz hans gjört upptækt. En brátt fóru ofsóknirnar aö ganga greiöara og bálkestirnir að loga meö fullu fjöri. Trúin vaknaði á ný á töfrum og fordæðu- skap. Ótti og skelfing gagntók þjóöina, svo að segja mátti, að naumast væri nokkurt þorp eöa sveit eftirskilin, er ekki fram- v seldi fieiri eöa færri til lífláts og pyndinga. Dauöadómarnir voru daglega uppkveðnir, og bálin loguöu glatt um sveitirnar og borgirnar. Ómögulegt er nú aö ákveöa með vissu tölu þeirra, er þannig létu lífið, en í einum bæ voru 1000 manns myrtir á einu ári, og þau héröð voru til í Þýzkalandi, þar sem að eins 2 konur voru eftir á lífi, þegar ofsóknirnar hættu, og má kalla það rösklega aö veriö. Eftir að þannig var komið, var sem allt vit og mannúð öll væri gjörsamlega eyðilögö. Trúin á galdra varð öllu öðru yfir- sterkari hjá æöri sem lægri stéttum manna. Sem dæmi mætti nefna, að í bænum Lindheim á Þýzkalandi voru 6 konur lagðar á pínubekk, til þess að játa upp á sig, að þær hefði grafið upp úr kyrkjugarðinum lík af nýdánu barni, til þess að nota þaö í galdrasmyrsl. Viö pynðingarnar játuöu þær þessu, en maöur einnar þessarar konu fékk því til leiöar komið, aö opnuð væri gröfin í nærveru allra dómendanna. Er það var gjört, fundu menn barniö óhrært í kistunni. En rannsóknarrétturinn stóð þá fast á því, aö líkiö þarna fyrir augum þeirra væri djöfulleg sjón- hverfing og konurnar því afdráttarlaust sekar, og voru þær því bornar á bálið. v Er siöabótarhreyfingin mikla ruddi sér til rúms, fengu menn um stundarsakir annaö umhugsunarefni, svo aö úr galdraofsókn- unum dró þá um hríö. En þó var það ekki svo aö skilja, að ' siðabótarmennirnir væri ekki full sterktrúaðir á djöfulinn, eins og vitna sögur Lúthers sjálfs um viðureign hans við Kölska, bæði í Wartborgar kastala, þar sem doktorinn varðist meö blek- byttunni, og eins heima hjá honum sjálfum. Ereytag, sá er skrifar æfisögu Lúthers, hefir það eftir honum, aö hann heföi oft haft orö á því, aö djöfsi ásækti sig um nætur með ýmsum hrekkjabrögöutn, og það kæini enda fyrir að hann legöist ofan á sig í rekkjunni, svo hann 'mætti hvorki hræra legg né lið.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.