Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 5

Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 5
H E I M I R iöt dæöur og koma þeim undir hendur yfirvaldanna og réttvísinnar; aö koma í veg fyrir tjón þaö, er seiöskrattar máttu til leiðar koma; og aö ráöa bót á slíkum ófögnuði, ef þeir heföi komiö vilja sínum fram. Meðölin voru margvísleg, og skal aö eins bent á fáein sýnishorn. Hvernig skal þekkja galdranorn ? Fleygi maður hníf, sem krossmark hefir verið gjört yfir, yfir hana, þá hlýtur hún aö koma upp um sig. Sá, sem ber á sér nagla úr herfi, er hann hefir fundiö, eöa korn heilt, er bakað hefir verið í brauöi, sér nornirnar, er þær ganga í kyrkju, og eru þær þá með mjólkur- skjólur á höföinu. Taki maður á fyrsta dag páska egg með sér í kyrkju, þá fær maður þekkt allar þær konur þar, er gefið hafa sig Kölska, en þær vita þaö, og reyna því ætíö að brjóta eggiö í vasa mannsins, og takist það, þá er úti um þann, er þaö bar. Beri maður svínafeiti á skó barnanna áöur en þau fara til messu þá geta nornirnar eigi komist út úr kyrkjunni, meöan börnin eru irini. Fjöldi var og af fyrirbyggingarmeðölum gegn tjóni því, er nornirnar máttu til leiðar koma. Margt af því viröist vera stæl- ingar þess, sem talað er um í ritningunni, að notað hafi verið við viss tækifæri. Má þar telja, að mála kross yfir húsdyrum með koli eða krít, aö kosta kapps um að láta engar matarleifar liggja í húsinu o. s. frv. Fjöldi var fleiri hindurvitna í þessa átt. Meðal annars var það, aö stinga viðarkvistum í öll horn á húsunum og á húsið utanvert; fékk þá enginn galdramaður þar inn komist. Jóns- messudagurinn var og hentugur til jurtasöfnunar, urðu það helzt að vera 9 jurtir, er safnað var, og voru þær svo brenndar, er á lá, til verndar fyrir galdri og seiði. Þá voru særingarformúlur eigi ótíðar, og vissar seremoníur til þess að neyða galdramenn, er tjón hafði af hlotist, til að bæta það, er þeir höfðu gjört. Töfrar þeir, sem kyrkjan hafði um hönd, gáfu töfrum lýðs- ins sízt eftir. Prestar og munkar rökuðu að sér fé með því, að „þylja yfir" öllu mögulegu og ómögulegu, búa til verndargripi, blæti og verndarseðla (conceptivus). Þá voru og lækningar kyrkjunnar þessu samkvæmar. Þvottur með vígðu vatni var höf- uðlyf í öllum kvillum og sóttkveikjum, og var þá jafnframt því

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.