Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 16

Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 16
H E I M I K i i2 aö vera 30 ár í Ameríku, og var nú mjólkursali í Winnipeg f þolanlegum kringumstæöum. Eg varð fegnari en frá veröi sagt aö finna þenna öldung. Eg spuröi með ógnar fiýti eftir Ashildi systur minni. Hann greip snöggvast upp í höfuöiö, klóraöi sér svo með hægö undir kjálkabaröinu og stundi ögn við. Eftir of- urlitla umhugsun mælti hann á þessa leiö:— „Eg var alveg búinn aö gleyma því, að Mrs. Halibut er systir þín. Það gerir, að hún skifti strax um nafn, þegar hún kom hingaö vestur, og kallaði sig „Miss Fleming". Ojú, eg þekkti hana, áður en hún giftist. Þá var hún álitin fyrirtaks stúlka, en svo lenti hún í þessu ólukkaris giftingastandi, eöa hvað maöur á að kalla það. Þetta var mesta ótætismenni, sem hún glæptist á, óráövandur til munns og handa, og giftur suöur í ríkjum, það er að segja, átti konu þar syöra, sem hann hljóp frá hingaö noröur. Svo bjuggu þau í mesta basli hérna 1 eöa 2 ár. Jú jú, eg vissi ógn vel um þaö, seldi þeim mjólk seinasta árið, sem eg á hjá þeim ennþá. Og svo strauk hann frá henni, og enginn veit um hana síöan. Þau áttu tvö börn, sein eru hérna hjá góðu fólki í bænum, ensku fólki. Þaö tók þau aö sér, þegar hún ,fór ofan til Selkirk*. Já, það gekk nú allt mæöu- lega með hana, aumingjann." „Hvað er hún að gera í þessari Selkirk?" spurði eg gamla manninn í ákafa. „Ó,- ham— það er eigi von aö þú skiljir mig. Við tölum svona hérna fleiri en eg, drengur minn. Já, hún er þar nú mik- iö veik, mikið lasin seinast, þegar eg heyröi talaö um hana,— Hún er sem sé þar á vitlausra spítalanum eins og flestir, sem veröa eitthvað geggjaöir. Ja jæja, þaö er reglan hérna aö koina þeim þangaö. Það heid eg drengur minn."-...................... Næsta rnorgun skildum við Lára. í fyrsta skipti vorum viö búin aö mæta alvöru lífsins, og er þaö meinvætti ekkert frýnileg norn í fyrsta skifti. Eg fór „út á braut" að vinna, en hún í eldabuskustööuna í bænum hjá ensku fólki.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.