Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 14

Heimir - 01.05.1905, Blaðsíða 14
I IO * H E I M I R Þrjú kvöld í Winnipeg. Bkot ÚI£ skáldsöou eftik Snæ Snæland. I. ✓ Viö Lára Eysteínsdóttír frá Bláfelli og Bæ í Heíöasveít vor- um nær því jafn görnul, og ólumst upp í sömu sveit. Samt sem áöur vorum við lítt kunn, þar til voriö sama og við fórum til Vesturheims. Eg var þá 20 ára, en hún 21 árs gömul. Þaö var systir mín í Winnipeg, sem kom mér til aö fara vestur urn haf. Hún skrifaöi mér oft, og bréfin hennar voru ljómandi glæsileg og eggjandi fyrir mig, sem ungling og framgjarnan pilt. Hún sagöist vera gift enskum manni, sem væri háttstandandi, já fjarskalega háttstandandi. Væri hann ekki af hertogaættum, þá væri hann óefað kaupmannssonur. Hún sagði mér barasta aö koma vestur, og koma sem allra, allra fljótast. Þaö væri svo hryllilegt, svo dæmalaust hræöilegt, aö hugsa til þess, aö eg væri heima á íslandi, einasti elskulegi bróðirinn sinn. Aö eg barasta kæmi, kæmi fljótt, þá 'væri allar sínar óskir uppiylltar í þessu lífi. Maöurinn sinn, jú elsku Jack, væri svo undur vel aö sér og skemmtilegur. Eg yrði bara aö koma og þreifa á því sjálfur. Eg gæti bara búið hjá þeim, og þyrfti ekkert að gera, hreint ekkert að vinna, fremur en mér sýndist. Og ekki yröi hann lengi aö kenna mér málið, og svo gæti eg gengið á hvern skólann á fætur öörum, og orðiö hámenntaður, og fengiö beztu stöðu innan þriggja ára. Hvert eg væri sjónlaus og heyrnarlaus, hvert eg læsi ekki íslenzku blöðin, hvert eg sæi ekki peninga- gjafirnar, heiöurslaunin og medalíurnar, sem íslenzku nemend- • urnir tæki viö háskólana í þessu landi. Hvert eg gæti nú ekki áttaö mig á því, að hér væri, væri ekkert nema háskólar og lífið svo aö segja tóm háskólaganga, fjör og líf, leikur og velgengni. Mér væri auðvitaö ómögulegt aö trúa því, frá íslenzku sjónar- miöi, hve allt væri dýrðlegt í Winnipeg. Þaö væri engin von, ekki tiltök. En svo væri eitt, og það væri það, aö elsku-hjart- ans-ljósið sitt, hann Jack, langaöi svo undur óendanlega eftir,

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.