Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 6

Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 6
H E I M I R 254 hefndir á sínunv elskulegasta syni. Aö eins réttlæting af trú, en þó full réttlæting og frelsun fyrir verk Jesú af Nazareth, „end- urlausnarverk", eins og þaö var kallað. Og svo er rneö gamla Lúterdóminn, sern er í mótsögn viö þann nýja, að biðja guö í Jesú nafni eöa ofsækja alla þekkingu í guös nafni, eins og bent heíir veriö á. Nei, þaö yröi ekki nema einn, sem sagt gæti, hvað Lútherska væri nú, og hann myndi ekki vilja segja þaö. Öll játningaritin gömlu gjöra trúna, sém rnenn prédika og trúna sem menn trúa, ekki eina ögn greinilegri eða ákveönari, heldur en þótt þau engin væri, því að eftir þeim lagar enginn trú sína lengur,— enginn! En svo eru suinir, sem falliö hafa í þá heimsku— og þaö nokkrir þeirra, seih teljast vor megin í skoöunum, aö taka und- ir meö þessutn fávísu spotturuin og álíta og segja jafnvel, aö Urtitaratrúin sé engin sérstök skoöun—vegna þeSs aö þeir hafi enga trúarjárningu. Þeim stendur þaö svo í huga, og—eins og eg held eg hah oft áöur sagt— eru þaö á eftir andlega, í þeim skilningi orþodöxir enn, aö þeim finnst aö fornir setningar og hugsjónamyndir, ef eg mætti viðhafa þaö orö, sé alvhg bráö- nauðsynlegar Ölium trúarskoöunum. En það er materialismus. Þaö er trúin, sem brevtir guöi í mann og aðskilur hann þessuin heimi. Þaö er bafnssálin óþroskaöa, sem þarf áþreifanlega hluti og ekki meiri en svo, aö augaö geti náð út fyrir þá.til þess skilningurinn geti gripiö þá og rnyndaö sér skoöun. Unitarismus er ákveöin skoöun,— ekki eingöngu neitun á annara rnanna trú, heldur lífsskoöun mannkynsins beztu og göf- ugustu dætra og sona, er gjörir sér grein fyrir heiminum og til- gangi hans, þessu lífi og þessu misjafna, sem hér mætir, fyrir guöi og tilverunni, öllu því, sem ljós skynseminnar og ímyndun- araflsins og tilfinninganna getur uppljómaö. Eg segi, heimsins beztu og göfugustu sona og dætra, en kæru vinir, látið þaö ekki hneyksla nokkurt yöar. Eg á ekki við oss, sem hér sitjum, vér erum engin vor þau beztu eða göfugustu. Lofiö mér kö eins að tilnefna örfáa, er eg kalla hina beztu og göfugustu mannanna barna. Nefni eg þá fyrst Jesúm frá Nazareth, einn þann ein- lægasta, háleitasta og göfugasta inann, er heimurinn hefir átt.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.