Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 14

Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 14
2Ó2 H E I M I K ööru leyti var alt hljótt. Að baka til rann áin með þungum og sífeldum nið. En brátt óx brattinn og hamarinn sli'uti fram. Hann hékk lengi á annari hendinni, leitaði fyrir sér með fætin- um eftir fótfesti, en niður fyrir sig gat hann ekki séð. Margir, en sérstaklega konurnar, litu undan og sögðu. að hann mundi ekki hafa leikið þetta, ef hann hefði átt foreldra á lífi. Hann náði samt fótfesti, þreifaði svo fyrir sér aftur, ýrnist með hend- inni eða fætinum, hann misti fótanna, hrapaði til, en náði sér svo aftur haldi. Þeir, seni voru fyrir neðan, heyrðu hvern ann- an draga andann. Alt í einu spratt ung stúlka upp, er sat alein á«steini. Það lék orð á því, að hún hefði lofast honurn þegar á unga aldri, jafnvel þótt hann væri ekki innborinn þar. Hún fórnaði höndunum upp mót fjallinu og hrópaði: „Leifur, Leifur, því ert þú aö þessu?" Öllu folkinu varð litið til hennar, faðir hennar stóð þar nálægt og leit reiðuglega til hennar, en hún tók ekkert eftir því. „Ó, komdu ofan aftur, Leiíur," hrópaöi hún, „mér, mér þykir svo vænt um þig, en þarna uppi er ti! einkis að vinna." Menn sáu að það korn hik á hann, en það var að eins um augnablik, en svo hélt hann áfram lengra npp. Iiann var bæði handsterkur og fótviss, þessvegna gekk lengi alt vel, en svo fór hann að þreytast, því hann stanzaði oft. Svo kom lítill steinn veltandi niöur eins og illur fyrirboði, og allir, sem þarna stóðu, gátu ekki annað en fylgt honurn með augunum alveg niöur.— Nokkrir gátu ekki afboriö þetta lengur, en fóru. Stúlkan stóð enn alein uppi á steininum, veifaði höndunum og rnændi upp. Leifur náði sér nú í með annari hendinni, en rnisti takið, hún sá það glögt, hann reyndi að ná sér í með hinni, en misti henn- ar líka. „Leifur!" hrópaði hún, svo það kvað við í fjöllunum, alt fólkið tók undir með henni. „Hann er aö hrapa!" sagði það og fáhnaði með höndunum út á móti honum.bæði karlar og konur. Hann hrapaði líka, fiutti með sér sand, aur og möl, hrapaði, sífelt rneð meiri og rneiri hraða. Fólk snéri sér undan, og þar næst heyrði þaö dynki og skruðninga í fjallinu að baki sér, og svo eins og eitthvað þungt liefði fallið niöur, líkast stór- um votum moldarhnaus.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.