Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 18

Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 18
266 H E I M I R Páfaveldið var fallið svo djúpt sem það komst. Það var alment mál, að algjör dauði þess \æri fyrir dyrum. Það var hlegið að skrauti þess og kröfum. Páfinn var nærri blægileg persóna. Enginn gjörði sér háar vonir um hinn nýja páfa, þeir álitu, að þessi gamli guðhræddi maður mundi halda hinum helga lampa með veikri hönd og láta loga hægt og rólega, þangað til hinn eftirþráði dagur kæmi, þegar hiö jarðneska lífsljós sloknaði og lokið væri hinu þreytandi erviði og hann flytti til sælli landa hinumegin. Leo var þá sjötugur að aldri. Það var almenn skoðun þá, að ekki væri hægt að endur- reisa páfavaldið, nema vinna kyrkjuríkið aftur undir stjórn páf- ans. Það eitt veitti honuin vald og tign. Og fyrstu árin heyrð- ist nær ekkert til Leo. Hann kynti sér ástandið, hugsaði og yfirvegaði. En smám saman varð ítalska stjórnin þess vör, að hún átti meinhygginn, þrautseigan mótstöðnmann í Vatíkaninu. Hann varaðist að gjöra nokkur mistök, sýndi aldrei mótstöðu- mönnum sínum viðkvæman stað á sér, gaf þeirn aldrei höggfæri. En hann sá sig aldrei úr færi að nota öll þeirra mistök. Auð- sjáanlega stefndi hann að því, að rétta við aftur kyrkjuríkið. En hann vann að því með meira afli og öðrum meðölum en for- menn hans. Italska stjórnin sá það brátt, að tilraunir páfans til að efla sitt veraldlega vald, náðu yfir allan heiminn. Það skifti litlum tíma þangað til hinn vitri og varfærni maður í Vatí- kaninu hafði áunnið ]iað, að stjórnendur heimsins tóku eftir orðurn hans, sáu aö enda í veraldlegum málum var hér maður. sem varð að taka með í reikninginn. Allir höfðu búist við að drekka erfiöl páfaveldisins. Nú reis það upp með nýju lífi. Smánr saman fór páfinn aö hlutast til um alt, og beitti þar bæði hyggindunr og varfærni. Hann var ekki lengur hinn ömurlegi einkisvirti kyrkjufaðir á Ítalíu. Að reisa við aftur hiö veraldlega kyrkjuríki, það var eins og auka- atriði, fyrir rás viðburðanna, í tilraunum hans til að endurreisa hið veraldlega alheimsvald páfans. Hann kynti sér allar ástæð- ur heimsríkjanna. Hann vildi ná því valdi, aö vera alstaðar hinn „heilagi faðir". Hann fór að ráða heilræði konungum og

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.