Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 23

Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 23
H E I M I R 271 Nú sncri hann athygli sinni sérstaklega aö hinum stóru þjóö- veldum—Frakklandi og Ameríku. Hann gaf út skipun um, að kaþólska kyrkjan skyldi hætta aö vinna á móti þjóöveldinu. Og skipaöi svo fyrir, aö viöurkenna hreint og heiöarlega lýöveldiö sem þaö stjórnarform, er guö og þjóðin vildi vera láta. Hann byrjaöi nú að senda frá sér ritlinga um ýms mannfé- Iagsmál o. 11. til ýmsra þjóöa og ýmsra stétta. í öllum þeim ritum rennur ný'r straumur. Lýðveldiö er sezt í sæti St. Péturs. Hin eldri kynslóö franska kennilýösins skilur enn ekki víösýni páfans. Þeir gleöja sig yfir því, aö þetta frjálslyndi páfans hafi ekki getaö komiö á sátt milli hans og lýðveldisins né vantrúar- flokkanna. En páfinn væntir ekki þessháttar skjótra breytinga. Hann sáir og ætlar komandi öldum uppskeruna.* Hann veit aö kyrkjan á aö veröa eign lýösins, ef hún á aö lifa, veit að lýö- urinn þarf aö læra aö elska hana sem skjól og skjöld alls þess, sem honum er helgast. Á þessum grundvelli hvílir öll hans starfsemi. Hvað gjörir honum, hvaö hinir og þessir stjórnmála- menn gjöra fyrir hans orö? Ef lærisveinar hans og starfsbræö- ur ætla aö láta hugfallast, og benda honum á, hvaö lítill sé ár- angurinn, þá svarar öldungurinn: „Horfiö þið lengra fram í tím- ann, vinir." Þaö þarf að gjöra sér ljóst, hvað jafnvoldug og gömul stofn- un, eins og kaþólska kyrkjan er, muni vera þreytandi mótpart- ur. Það þarf aö gjöra sér ljósa alla hennar þrautseigju kergju, hrekkjabrögö og smámunasemi. Sá, sein gjörir sér þaö ljóst, hann skilur bezt þann undra kraft, sem Leo hefir yfir að ráöa, og hvernig hann heíir rutt öllum hindrunum úr vegi. Það eitt, aö hann er áttræður öldungur, sem lifaö hefir kyrlátu lífi meö litlu samblendi viö umheiminn, og heíir þó getaö fylgt og skiliö stefnu nýja tímans, þaö sýnir aö hér er um snilling aö ræöa.— Að geta á þessum aldri byrjaö nýja, einbeitta stefnu sem siöa- bótarmeistari og heimsstjórnandi,— það er nærri líkast krafta- verki. Og Vatíkaniö er nú fremur en nokkru sinni áöur orðið miö- punktur heimsins. Hér veitir páfinn áhevrn trúboöum, prest- x) Sbr. aöskilnað rikis og kyrkju nú á Frakklandi. Þýð-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.