Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 20

Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 20
208 I-I E I M I R kosinn til aö gjóra um deilmnál iúterskra þjóöa. Hann var nú orðinn hinn nrikli stjórnmálamaður, og bráöum átti hann meira að veröa. Heppni hans hafði kennt honum eitt, að það var hægt að endurreisa hið veraldlega vald páfadæmisins, án þess að vinna aftur kyrkjuríkið. Hann sá nú að smáríki var að eins hlekkur um fætur hins kyrkjulega valds, og frá þeirri stund hætti hann t alveg að berjast fyrir eignarrétti kyrkjunnar á tilteknu land- svæði, sem áöur hafði verið aðaláhugamál kaþólskra manna. Þegar hann minnist á kyrkjuríkið opinberlega, gjörir hann það f með svo hægum orðum, að helzt lítur út, að hann sé að geöjast hinum gömlu deyjandi kröftum í kaþólsku kyrkjunni. Hann hefir einbeittlega barist á móti því, að kaþólska kyrkjan beitti Italíustjórn brögðum í tillögum við erlend ríki. Og það er eitt sem efit hefir vald páfaveldisins. Nútíminn einkennir sig frá liðna tímanum í því, að koma. hugsjónunum í fast form. Kyrkjan sem siðferðislegt afl er nú miklu aflmeiri, enda frá veraidlegu sjónarmiði, heldur en sú kyrkja, sem byggir á því, að ráða ríki. Ætli fáeinar ferhyrn- ingsmílur gætu aukið eða minkað veldi Leos XIII.? Mundi landstjórn nokkurra presta geta staðist á þessum tíma? Mundi fáeinar þúsundir hermanna í nokkru auka vald hins kaþólska kyrkjuhöfðingja? Leo XIII. sá það, aö nýr tími heimtar nýja tilhögun. Veturinn 1887 komu til Rómaborgar tveir kaþólskir menn frá Ameríku, Gibbons kardináli og Ireland erkibyskup. Þeir voru báðir mestu framkvæmdarmenn, skarpvitrir og höfðu fjöl- hæfa mentun. Þeir voru mjög mikils metnir í Ameríku, og áhrif þeirra náðu langt út yfir takmörk kyrkjunnar kaþólsku. Þeir komu til að tala máli verkamannafélags, sem nefndi sig „Varn- arlið vinnulýðsins". Byskuparnir höfðu bannað kaþólskum mönnum að vera í félagi þessu. En Gibbons og Ireland og ýmsir mikils metnir kyrkjumenn sáu, að þannig löguð pólitík yi átti eigi við í Ameríku. Þeir komu því til að skýra þetta mál fyrir páfanum. Þeir voru báðir hreinir og einlægir páfatrúar- menn. En þeir voru líka báðir Bandaríkjamenn í húð og hár.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.