Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 19

Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 19
H E I M I R 267 stjórnmálamönnum. Hann kom ætí'ð fram setn samvizkusatnur, skarpskygn og sanngjarn inaður. Persónuleg áhrif hans fóru sívaxandi, og sæti Péturs færðist á loft með honum. Hann var viöurkendur voldugur höfðingi, hygginn stjórnmálamaður, sem bæri í brjósti sér háar og göfugar hugsjónir, haíinn yfir alla for- dóma. Þá var vegur Bismarks sem mestur. Berlín var miðdepill hins pólitíska heims, því þar bjó Bismark. Og Bismark þurfti á hjálp páfans að halda til að yfirbuga mótstöðuinenn sína, hinn > kaþólska flokk í ríkisþinginu. Maðurinn í Vatíkaninu, sem hafði augun alstaðar, slepti hér ekki færi. Gæti hann unnið Bismark, gat Bismark verið sú hræða, sem halda mundi ítölsku stjórninni hæfilega langt frá páfastólnum, og kennt henni viðeigandi auð- mýkt. Og Bismark komst á vald páfans. Ivaþólski kyrkjufað- irinn fór í allri vinsemd að seinja við hinn volduga kanzlara.sem var Lúterstrúarmaður. Og samningurinn endaði með hinni al- kunnu göngu Bismarks til Canossa. Þarna var nú páfadæmið ineð einu bragði hafið til fornra valda, orðið eitt af stórvelduin heiinsins, án þess að ráða yfir nokkru kyrkjuríki. Maðurinn, sem hafði Bismark á valdi sínu og sern samdi við öll stórveldi heimsins, án þess að hafa eina þúfu af landi til umráða,— hon- um veitti nú aliur heimurinn athygli. A þessuin tíma (segir höf. þessarar greinar) heimsótti eg aftur páfann í Róm. Það var 1887. Hér var stór breyting á orðin. Aldurhnigni veiklegi öldungurinn, sem eg hafði séð fyrir níu árum síðan, var nú eins og mi'ðpunktur nýs heimsveldis.sem var að myndast. Mynd hans s)mdist alveg fylla upp hina heilögu borg, þar sem konungur Itala hefir þrengt sér inn. Það voru ekki að eins guðhræddir pílagrímar, sem nú heim- sóttu Vatíkanið, þangað komu nú konungar og stjórnmálamenn, sendiherrar, rithöfundar og ritstjórar heimsblaðanna, þar mátti % sjá nafnkunna menn úr öllum heitnsálfum, sem áttu sæti í öll- um, og sumir í engum, kyrkjufélögum. Þeir komu allir til að sjá hinn volduga stjórnanda, þenna mikla mann. Leyniþræðir alheimsins áttu endastöð sína á skrifstofu páfans. Hann var

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.