Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 25

Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 25
H E I M I R 273 Hver, sem viö hann ræðir, gleyrnir aldrei þessari veikbygðu rnynd í stólnum. Þegar ferðamaðurinn er búinn að ljúka til hálfs upp hurðinni, þá réttir Leo fram hendina og sýnist gjöra það af öllum líkams kröftum, og segir þá jafnaðarlega: „Vertu hugrakkur! Starfaðu! Komdu til mfn aftur." Þetta er ekki sagt í sorgarróm, ekki með tilfinning fyrir því, aö hann sé nú á þeim aldri, að varla þurfi að búast við endurfundum. Það má heyra að öldunginn langar ekki að deyja, — vill lifa meðan hann getur barist fyrir málefni sínu. Hann beitir viljakrafti sínum enda gegn dauðanum. En dauðinn sigrar þó að lokum. Og hvað mun þá ske? Ætli afturhaldið nái þá völdum og eyðileggi starf Leos? — Það er naumast hætta á því (segir höf.). Leo hefir komið kyrkjunni í stöðuga stefnu, sem vart breytist. Hin kaþólska kyrkja mun endurfæðast og verða lýðveldiskyrkja. Það er árangur af verki Leos XIII. Hann er nýr Columbus, sein kveikti á lampa land- leitans í skipi Péturs, og stýrði hiklaust í áttina til nýja heims- ins, og þar fann hann það afi, er endurnýjaði kristindóminn, og gjörði hann á ný að þungamiðju hins andlega lífs þjóðanna. EÐ þessu blaði er þá lokið öðrum árgangi Heimis. Það 1 -l hefir tekið nokkuð ineira en ár að gefa út þessar 18 arkir eins og lofað var, en ástæðurnar fyrir drætti þeitn á útkomu blaðsins síðastliðið suinar hafa þegar verið margskýrðar, og er því þarfiaust að endurtaka það á ný. Þótt tekið hafi meira en ár að gefa út árganginn, þá k'emur það ekki niður á kaupendum að neinu leyti, nema hvað það reynir á langlundargeð þeirra að bíða eftir útkomu hvers númers „frá þvf á dögum Nóa." Þriðji árgangur byrjar með næsta blaði, er kemur í næsta mánuði, og eru þeir skuldlausir nú, er borgað hafa til útgefenda $ 1.50 fyrir það sem út er komið frá upphafi, en þeir, sem meira hafa borg- að, eiga það upp í næsta árgang.— Vér þökkum öllum, er trygð hafa haldið við Heiini á liðnu ári, þrátt fyrir erviðleika og óskil, og heitum að gjöra vort ítrasta til, að hann komi út reglulega framvegis. Enda eru skilyrði til efnda því loforði meiri en áður. Alt það, sem út er komið, fæst nú innheft í 3 bókum á mjög sanngjörnu verði og verður auglýst síðar. (Útgáfuncfndin.)

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.