Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 21

Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 21
H E I M I R 269 Þaö var ekki laust við, a5 þeir væri snortnir af sama anda og einn af hektu mönnúm kaþólsku kyrkjunnar þar vestra, sem spáöi því, að sá dagur mundi koma, er páfinn sæist ganga til skrifstofu sinnar eftir helzta stræti bæjarins í venjulegum göngu- klæðum. með hvítan floshatt á höfðinu, alveg eins og aðrir dauö- legir menn. Plið lifandi virkilega líf var þeim fyrir öllu. Það # andaði frá þeim hreinn sléttublær.látlaust frjálslyndi ogvíðsýni. Þeir töluðu blátt áfram, eins og skyldan bauð þeim. Þeir lýstu ■ hinum nýja heimi og þjóðveldi hans, er ekki væri að eins stofn- V un heldur einnig dýrmætasti helgidómur lýösins, ofinn saman við trú hans og líf. Þeir sýndu páfanum fram á, að Vestur- heimsmaðurinn vildi vera frjáls, og mundi hiklaust segja skilið við kaþólsku kyrkjuna. ef hún vildi leggja annarleg bönd á hann sem borgara og meðlim þjóðfélagsins,— hann þyldi eigi barn- fóstruaga frá kyrkjunni. Þeir sýndu frarn á, að þessi frelsisþrá væri ekki af illum toga spunnin. Hún væri helgur kraftur, sem ætti að glæða og efia. Ef kyrkjan ætti að lifa og þrífast 1' Amer- íku, þá yrði hún að byggjast á lýðveldishugsjónum og starfa í þehn anda. Hún yrði að vera frjáls og fylgja tfmanum, vaxa og eflast og rýmka sinn sjóndeildarhring. Þeir kváöust eiga sammerkt við landa sína f því, að elska frelsi og víðsýni, alveg eins og þeir elskuðu kyrkju og kristindóm. Og þeir kváðu það mundu verða bitur sorg og vonbrigði fyrir inillíónir manna, ef ekki yrði hægt að sameina þessar tvær stefnur í skjóli hinnar al- mennu heilögu kyrkju. Hinir gömlu kardinálar og páfatrúarvaldsmenn gjörðu kross- mark fyrir sér og stóðu sem steini lostnir yfir þessari makalausu óhæfu. Að heyra jafnvel kardinála tala svona og það við hinn heilaga föður. Svona orð! .— þeirn fanst anda úr þeim sléttu- þefur og þaralykt. Að heyra þau töluð á þessuin helga stað! En Leo sat rólegur og hlýddi með athygli á orð þeirra og íhugaði þau nákvæmlega. Og honuin varð ekki bylt við. Þetta var honurn opinberun, eins og himinsend sýn.— Þaö var eins og skýla félli frá augum hans. Plann sá opnast nýjan heim með nýrri stefnu og nýrri kyrkju, sem þó væri í eðli sínu gamla kyrkjan. Hér sá hann inarkaða braut fyrir sig þennan

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.