Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 5

Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 5
H E I M I R 253 vel til skams tíma, að spyrja: „Hvað er Unitarismus?"— „Eg veit það ekki."— „Hver getur sagt rnér það?"- Alls einn mað- ur, en hann vill enguin segja það." Þeir hinir sömu athuga það ekki, hversu auðvelt það er að hlæja með heimskunni, en hversu þúsundfalt erviðara þaö er, að svara þegar að þeim er koinið. Og það er strax að þeim komið, sem álíta, að þeir viti þó, hver sín trú sé, er bindi sig við og byggi á vissum trúarjátningum, þar sern hinir viti alls ekki, er engar játningar eigi. Það yrði áreiöanlega ekki nema einn maður, sem vissi, hvað það væri, að vera þrenningartrúar, og það er vafasarnt, hvert hann vildi þá segja það. Það yrði áreiðanlega ekki nema einn maður, sern vissi, hvað það væri, að vera Kalvinisti, eins og nú stendur, og alveg áreiðanlegt. að hann vildi ekki segja það, því það yrði vandratað meðalhófiö fyrir honum, svo að hann yrði ekki dæmdur annaðhvort of mik- ið á eftir tíma eða þá villutrúarmaður. Því það er ekkert lítiö um þessháttar dóma og kyrkjulegt réttarfar nú, þar sem hin gamla orþodox kyrkja nötrar til grunna, þegar minst er á kenn- ingar hennar, af ótta yfir því.aö þær sé ekki svo stílaðar að þær falli fólki í smekk. Sá, sem ætlaði að segja. hvað Kalvinska væri, inætti hvorki neita forlögum né játa frívilja, né sarnþykkja að hvorttveggja væri til og væri hlið við hlið. Hann inætti ekki játa afdráttarlausa útskúfun (það orð er farið að láta hálf illa í eyrum) né heldur almenna útvalningu,—ekki neita að maðurinn sé illur frá því hann fæðist né að hann sé góður, né að hann sé hvorugt. Hann mætti ekki neita, að guð hefði fyrirhugað menn til sælu eða vansælu frá upphafi, og þó ekki samþykkja, að það færi nokkuð eftir því, hvort menn lifði vel eða illa. Nei, eg er hræddur um, að það væri ekki nema einn maður, sem sagt gæti hvað væri Ivalvinska.og hann myndi hreint ekki vilja segja það, svo það væri ekki haft eftir. Og það er áreiðanlega ekki nema einn, sem'sagt gæti, hvað væri Lúterska, og sá eini myndi hreint ekki vilja segja það.— Ekki útskúfun, og helvíti ekki meir en svo,— biblían óskeikul, en þó full af mótsögnum, innblásin, en þó óviss hvað höfunda snertir, guð algóður, en þó ofsækjandi menn og heimtandi blóð-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.