Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 16

Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 16
264 H E I M I R framleitt ritverk, sem þýdd eru á flestöll tungumál NorSurlanda og sem hafa einkum unniö hylli allra göfugra mentamanna. Hinn alkunni franski senator, Edouard Laboulaye, sem nú er látinn, og var viðurkendnr fremsti maður í þjóðarétti, lét þá skoðun í )jósi, að í ritum Bandaríkjainannsins, Dr. Channings, væri sú guðfræðisstefna, sá andi og sú framsetning, sem von væri um, að yngt gæti upp og bætt hugsunarhátt frönsku þjóð- arinnar. Og nú kemur hinn alþekti franski rithöfundur, sern ritað hefir eftirfylgjandi grein, og sýnir með ljósum rökum, að áhrif Vesturheimsmanna hafi einnig hrifið á kaþólsku kyrkjuna og páfavaldið, sem nú sé á leiðinni til að stjórnast af hugsunar- hætti Vesturheiinsmanna. Formáli ritstj. Kriugsjár. ----O----- „Leo XIII. er eflaust sá af Norðurálfumönnum, sem mest er hrifinn af hugsun og stefnu Vesturheimsmanna. Það var frá Ameríku að hann varð fyrir þeim áhrifum, sem beindu honum leið á þá stjórnarstefnu, sem seinustu árin hefir verið undrun alls heimsins, og haft það markmið, að blása nýju lífi í kaþólsku kyrkjuða og endurreisa veldi hennar í heiminum. Þaðan kom sá eldgneisti, sem bálaði upp í brjósti þessa stjórnsnillings.— Þaðan frá lærði hann að skilja samtíðina og kröfur hennar,— af saintali og umgengni við menn að vestan,- ameríska páfatrúar- inenn, sem höfðu fengið nýja mentun þar vestra, er breytt hafði hinni gömlu páfatrúarstefnu þar. Leo skoöar Vesturheim sem framtíðarinnar land, og því sé það lífsnauðsyn fyrir kaþólsku kyrkjuna að festa þar rætur og semja sig að siöum þeirrar þióð- ar, sem beri framtíðina á herðum sér. Þetta er aðal-áhugamál hans. Hann hefir óbifandi trú á, að kaþólska kyrkjan umskap- ist að ytra formi í Vesturheimi, og vaxí við það afl og andlegt atgervi, til þess að verða þaö, sem hún áður var, stór og voldug —heimili göfugs sálar aöals. Kaþólsk kyrkja í Vesturheimi, sem stjórnað er í anda Vest- urheimsmanna, það er takmarkiö, sem öldungurinn stefnir að, það er í hans augum björgunarvegurinn og sigurvonin fyrir kyrkjuna og guðsríki.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.