Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 17

Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 17
Áöur en Leo varö páfi bar 1 ftiö á honum. Hann dró sig í hlé, og engan grunaöi, aö í honum bj-ggi þaö afi, er gjörbreytti hinni kyrkjulegu stefnu, né aö hstnn væri sá stjórnvitringur, sem heföi konunga og stjórnmálamenn í hendi sér, eins og siöar varð raun á. Nú er þaö lýöum Ijóst, að hann hefir reist að nýju páfadæmið og ve)di þess. Páfinn er nú það, sem hann hefir ei verið um langan tíma, voldugur rnaður enda í þessum heiini. Hann er kominn langt útyfir takmörk sinnar eigin kyrkju, og konungar og stjórnmálamenn og alþýða manna líta upp fyrir sig til snillingsins og dáist að göfgi hans og snildarbrögöutn. Hann var fiá byrjun bóknámsfús, guðhræddur, dálítiö helgi- inannslegur, hæglátur munkur. Hann hafði sterka Iöngun til aö leysa úr heimspekisspursmálum, og þessháttar hæglátum vís- indaiðkunum. Sem gáfaður Itali varð hann snernrua kardínáli, 33 ára gamail var hann sendur í smáu stjórnmálaerindi fyrir páfann til Brusselles. Það var alt það samblendi, sem hann haföi viö hin stóru heimsveldi áöur en hann varð páfi. Rétt ár eftir varð hann byskup í hinu dmáa Perugia. Þar lifði hann af- skektu lífi í 32 ár, og iökaði vísindi og guðrækilegt líf, bæði í háttum og hugsun. Hér las hann meðal annars rit Thomasar Aquinas, þar sem gjörð er tilraun aö rita um mannfélagsskipun og lífsstefnu heimspekilega, sem bygð sé á grundvelli miöalda- kristindómsins,— þar þóttist hann finna svar gegn nálega ölluin spurningum. Árið 1878 varð hann páfi. Höf. þessarar ritgerðar (De Vogilé) var þar nærstaddur, er Leo var krýndur. Krýningin fór fram með öllum formum liöna tímans. I kapellunni sem vígslan fór fram í voru snildarverk Michael Angelos, og þau sýndust með meira lífsmarki en gömlu „prélátarnir", sem tóku þátt í vígslunni líkast dauðum vinnuvélum. Hér var ei lýöur- inn, sem gleður sig í voninni um nýjan stjórnaranda, að eins nokkrir „prélátar", stjórnmálamenn og hæsti aðall kaþólskunn- ar, og nokkrir fréttaritarar, sem rituðu um þetta eins og hvern annan sjónleik. Áhrifin af vígsiunni líktust minningarhátíð um dáið stórveldi, eða steingjörfingsleifum horfinna alda. Alt líf og kraftur var horfið.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.