Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 22

Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 22
> 2-0 H E I M I R litla tíma, sem hann ætti eftir aö dvelja hér í heimi. Vestur- heimsmenn höföu rétt. Kyrkjan viá ckki láta tímann ski/ja sig cftir. Verkanir heilags anda eru víðar en undir kyrkju- hvelfingunni. Þær lifa og starfa í djúpi lýösins, í meövitund lýðsins, sem alt af vex og hreinkast, í gróandi samviskufrelsi. — Vei þeirri kyrkju, sem lokar gluggum sínum og sér ekki þetta starf heilags anda í tímanum. Og vei þeirri kyrkju, sem ekki 9 tekur í faðm sér þessa nýju mynd, og faömar hana meö innileik endurfundanna. Sú kyrkja, sem vanrækir þetta, er dauð kyrkja. Þeir höföu rétt þarna vestra. Þaö er eitthvaö nýtt á ferö- • inni. Þaö er aö myndast nýr heimur, og kyrkjan verður aö læra aö skilja liann, til þess að geta á ný fengið vald yfir hon- um. Þetta er trúin—trúin sjálf, sem logar upp úr djúpi lýösins og krefur síns réttar. Þetta sem nefnt er- lýöveldi, þaö er ein af greinum kristindómsins. Og áttræöi öldungurinn sá þaö, aö ætti kyrkjunni aö veröa h'fs auðið, yröi hún aö endurskapast, breyta sínu fyrra formi. Ht'íii verður aff skírast af anda og cldi nýja tímans. Hún verð- ur að komast í hendur lýösins eins og ríkiö. Kyrkjan á aö vera sál lýðveldisins og blása sínum anda í þaö.—Tími einvaldshöfð- ingjanna er liðinn. Tími lýösins er runninn upp. Vesturheims- mennirnir höföu rétta skoöun. Þaö er lýðurinn, sem kyrkjan þarf að hylla. Einvaldsdrottnunin á ekki viö tímann. Lýöur- inn verður aö læra aö skilja og elska kyrkjuna, gjöra hana að sinni kyrkju. Það er þaö sem Vesturheimsmennirnir vildu, og þaö er á þann hátt, aö kyrkjan á aö yngjast upp og veröa bygö upp á ný. Og nú var stefna páfans ráöin. Hún var hrein, einföld og öllum skiljanleg. Gömlu ráðgjafarnir smá týndust úr Vatíkan- inu einn af öörum. Síöast var eigi eftir nema hans gamli dyggi þjónn og ástvinur, Rampollo kardináli. Og áttræöi öldungurinn var eins og ungur í annaö sinn. Æskunnar eldur og áhugi greip hann. Hann veit eigi hvaö þreyta er. Allir afturhaldskraftar kyrkjunnar eru í mótstöðu- flokki hans. En hann yfirvinnur allar hindranir meö hinum sterka einvalda vilja.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.