Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 8

Heimir - 01.11.1905, Blaðsíða 8
256 H E I M I R harpan hinn þýöa vöggusöng þess unga og hinn djúpa viknandi grafaróð þess aldna og burtsoínaða. Jafnt gleði sem sorgarleik lífsins geymir hún í sér, en hún blandar hvorttveggja lífsþránni, sætfinni við dauðann, þýðingu þessa lífs, svo að vér lifum þótt ver deyjum, og viljum lifa þó vér deyjum. Vegna þessa síðasta hefir skoðun þessi heillað oss, og vér erum gengnir henni á hönd, og guð varðveiti oss frá því, nokk- urru sinni að ganga henni á bak. En svo eru aðrar ástæður fyrir því, aö vér erum Unitarar, ástæður, sem vit vort og samvizka heimta, og ekki eingöngu þær, sem tala til vors tilfinninga manns. Þessi trú fullnægir kröfum vorum sem nútíðarmanna fram yfir alla aðra skoðun. Það er ekki vegna þess, aö Unitarismus er trú skáldsins og vísindamannsins, að hún er einnig vor trú. Vér erum hvorugt. En það er kannske vegna þess, að hún felur í sér það, sein vér þiggjum að gjöf frá lærimeisturum heimsins, að hún verður oss eðlilegri en alt annað. Hún er samróma rödd og útþýðandi á það, sem er sannast og bezt í heiminum. Vér erum þá Unitarar fyrst vegna þess, að vér lifum á 20. öld. Vér trúum á beztu verk þessarar aldar og treystum sann- leika þeirra. Og nútíðarsiðmenningin krefst trúarskoðana og kenninga, er samhljóða sé nútíðarlífi manna. Vér lifum á þessari öld, sem þýðir, að vér höfum nú færst áfram um 20 aldir frá dögum Krists, nærri 40 aldir frá dögum Mósesar og enn lengra á burtu frá því, sem þaðan af er eldra. Og það eru nútíðar spurningar lífsins, sem mæta oss, en ekki þær, sem heimurinn hefir löngu ráðið. Fjarlægð vor við for- tíðina er altaf að verða meiri og meiri, bönd þau, sem tengja oss við vora samtíð, sterkari og sterkari. Og þessvegna hlýtur trú vor aö hverfa frá því eldra og færast yfir til þess nýja. Vér lifum á 20. öldinni og trúum á verk 20. aldarinnar og treystum að þau sé sönn. Það setur oss í annað samband við þenna heim, breytir lífi voru að stórum mun.skapar aðrar kring- umstæður,aðra afstöðu en verið hefir, og það breytir trúarskoð- un vorri viövíkjandi heiminum. I stað fornra sagna verðum vér nú að leita upplýsinga hjá þeim, sem lagt hafa fyrir sig, að

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.