Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 5

Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 5
53 HEIMIR þ:\ örlítil hreyfing á mannfjöldan, allir tóku ofan, lutu höfSum, og djúft og þungt gráthljóS sté upp frá mannþytpingunni. Einhver hrópaöi: "hjarta hans hefir sprungið af hans ótak- inörkuöu ást til mannkynsins." Þessi og þvílík orS heyröust fram og aftur í hópi grátandi rússneska mannfjöldans, er þarna var staddur. Þannig lauk þá æfi hans, og var þaS ekki ótilhlýSilegur né ósamboðin endir þeirri löngu og veglegu æfi er variö var í þarfir allsherjar mannréttinda og mannúSar og til varnar þeim fávísu, snauöu og þeim lægra settu í mannfélaginu. SíBar um daginn streymdi aS húsinu fjöldi alþýSumanna. Engum var bannaö að sjá líkiö og var straumurinn óslitin fram hjá líkbeSnum allan daginn, þar á meðal fjöldi skólabarna. AS innan var húsiS tjaldað grenisveigum. Vinir hans skutu strax satnan nokkru fé til þess að kaupa húsið, svo það skyldi verSa varðveitt sem þjóöareign. Samdægurs gaf lögreglustjórnin í Moskva út þá skipan, aS leikhúseigendum sé ekki heimiltaS loka leikhúsunum í tilefni af því aS Tolstoy væri dáinn. En skipan sú kom að litlu haldi, því leikendurnii afsögSu aS koma fram. Aftur hlýddu prestar ríkiskyrkjunnár, skipunum kyrkjuráðsins um að syngja honum engar messur í kyrkjum landsins, eins og siður er til viS fráfall merkismanna þjóðarinnar. JarSarför Tolstoys fór fram þriSjudaginn 22 nóv. og sam- kvæmt ósk hans var hann jarSsettur undir stóru eikartré á hól nokkrum framan viS greifa setriS. Þar hafSi hann leikiS sér sem barn. I erfðaskrá sinni gaf hann elstu dóttur sinni,er fylgt hafSi honum og skoSunum hans í öllu, handrit af öllu, er hann hefir skriíaS. Jaröarfarar athöfnin var mjög óbrotin. Hann var grafinn án yfirsöngva Rússnesku kyrkjunnar og í hennar banni, En hátt á annaS þúsund háskóla nemenda og lærSra manna stóSu yfir moldum hans, auk óteljandi fjölda annara manna af tignum og almúga ættum. Nú þótt kyrkjunni auðnaðist aS haldabanni sínu yfir Tolstoy níu síSustu ár æfi hans, á hún samt eftir aö leyta friðar og sáttar sárrar af því leiSi. Öruggari trúvitring, djúpsærri speking, hug- heilli mannvin, sannari fylgjanda alls þess göfugasta í kristin-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.