Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 7

Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 7
,H£IMIR 55 til aö. hafa. Það er alvegsatt aö úníiarar hafa enga trúarjátningu, vilja enga trúarjátningu liafa. Unítarísk trúarjátning væri í raun og veru ekkert annaö en uppgjöf þeirrar stefnu, sem hreyfingin frá því fyrsta hc.fit fylgt. Hún væri það vegna þess aö trúarjátiting, hvernig seni hún er löguð, hlýtur altaf aö binda þá,sein hana viöurkenna.við þær skoðanir, sem í henni felast,og u/n leiö aö banna þeim aö hafa aörar. Þetta er tilgangur trú- arjátninganna, þctta er þaö sem þær hafa £ert og gera enn í dag.og munu altaf gera, á meöan þær eru trúarjátningar. Úní- tarar verða þess vegna aö taka því, aö sýnast óákveönir í skoö- unum sínutn í augum margra sem nauösynlegum ókosti—ef þaö er ókostr.r—á msðan núverandi lmg'sunarháttur í þeim efnum ríkir. En hitt er annafí mál, hvort að skoöanir únítara eru í raun og veru óákveðnar, þegar þær eru skoðaðar frá öðrum sjónarmiðum en þeina manna, sem bera einhverja þrönga trúar- játningu efst í huga sér. Þó að vér verðum að taka skoðun einhvers manns á einhverju sem hans einstaklingsskoðun, sem hann getur ekki sagt um að sé bindandi fyrir neinn nema sig, þá leiðir ekki af því.að hún geti ekki verið skoðun margra annara; og því síður, að hún þurfi á nokkurn hátt að vera óákveðin. Það eru til margar skoðanir.og það skoðanir, sem ekki er hægt að villast um hvað þýði, sem únítarar aðhyllast yfirleitt; en þó er enginn únítari til, sem geti sagt við nokkurn mann : þessa skoðun verður þú að hafa eða þú getur ekki borið nafnið únítari. Hvort sein menn geta skilið þetta eða ekki, hvort sem þeir vilja skilja það eða ekki, þá er því svona farið, og verður svona að vera samkvæmt únítarískum skilningi á hvað skoöanafrelsi sé. Eitt af því sem únítörum kemur saman um er guðstrú. Únítarar eru, að svo miklu leyti sem ég þekki til, undantekning- arlaust guðstrúarmenn. Hvað þýöir það ? Það þýðir alls ekki aö guöshugmynd þeirra allra sé eins ; það er langt frá þvíað svo sé. En það þýðir.að í þeirra augum er tilveran ekki samsafn af dauðum hlutum og blindum öflum, heldur er eöli hennar sem heildar þannig farið, að sálarlíf mannsins, hugsun hans og vilji, er á einhvern hátt hluti af samskonar alheimslífl. Lengra en þetta, er mér óhætt að segja, að únítörum beri ekki saman í

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.