Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 1

Heimir - 01.11.1910, Blaðsíða 1
VII. W I N N I P E G , 1910- 3. blaö. Tolstoy Greifi—Dáinn. Nú er hann dáiím, sá undraverðasti og ágætasti meöal manna.að flestra dómi, svo sögur fari af—greiritm LyovNicholæ- wich Tolstoy. Nú um nokkra tntri ára heíir tæplega nokkurt barr. verið til -neðal vestrænna þjóöa, er ekki hefir kunnaö að nefna nafnið hans og vitað aö þaö nafn átti skylt við ekkert nema þaö góða. Meðal mannvina og sannlaikselskenda siöuöu þjóöanna, meöal fátæku og kúguðu bændanna í Rússlandi, meðal útlaganna og fanganna í yztu myrkrum Síberíu, var nógaðnefna nafnið hans, og allir lutu höföum með þögulli lotningu fyrir honum.er æðri yar öllum konungum þessarar jarðar. Hefir slíkt ekki borið við í mannkynssögunni fyrr, að nokkur maður hafi verið í jafn víðtækum skilningi, virtur og metinn af mönnum af ölluin stigum mannfélagsins sem hann, enda ekki átt sinn líka um afar margar aldir. Hann viöurkendi sinn meistara—meðal mannanna—"Timburmannssoninn frá Nazaret," er hann kaus helzt að nefna svo, til þess að minna drottnunarsjúka öld á, að höfundur Kristninnar hefði ekki átt sér að baki völd og auðæfi mannfélagsins, kenningum sínum til stuðnings. Heldur annað vald, er ofar stóð konungum og keisurutn, kórónum og tignar- skrúðum, er breytt getur bænda kirtlinum svo hann beri langt af

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.