Heimir - 01.11.1910, Qupperneq 17

Heimir - 01.11.1910, Qupperneq 17
H F. I M I R 65 kyrkjuþing í Trent áriö ic>y6 var þetta mál tekiö til meöferöar. Taxil sat á því þingi í rnesta yfirlæti. Mynd af bonum var hengd upp meöal mynda af öörum helgum mönnurn og dýrling- mn. Sannanir voru færöar fram fyrir tilveru Díönu Vaughan. En tveir Þjóöverjar voru nógu djarfir til aö neita því aö trúa frá- sögnuin hennar og tilveru. Var þá sett nefnd í rnáliö- Nefnd þessi gat hvergi fengiö skýrteini frá neinum hiskupi kyrkjunna um yörun og skírn ungfrú Vaughan. Foru þá blöö Og tírnarit Jesúítanna aö láta minna til sín heyra um þetta mál. Arið 1897 gjöröi Taxil játningu sína eins og fyr var frá skýrt. Hann gjöröi þaö á þann hátt aö hann efndi til samkomu mikillar í sal Landafræöis féiagsins í París. Hann auglýsti mikið og merkilegt prógram. Þar komu saman um 308 manns, mest jrrestar og háttstandandi embættismenn kyrkjunnar. Þegar allt var undirbúiö kom Taxil sjálfur fram á ræönpallinn og skýröi frá því, hvernig hann heföi haft hina miklu kaþólsku kyrkju, meö sínum óskeikula páfa, með öllum sínum klerknm, biskup- um og Cardinálutn, aö leikfangi í tólf ár, Hann dróg þá sund- uríháði og þegar hann haföi lokið erindi sínu gekk hann út úr sainum og þar meö var skemtuninni lokiö. Þessi saga sýnir ef til vill betur en nokkuö annað ástandið innan kaþólsku kyrkj- unkar; einkum þó menntunar ástand lderka stjettarinnar. AFLEIÐINGAR ÞESSA ATVIKS. Aö sönnu höföu inargir af hinum vitibornari prestum kyrkj- unnar á Þýzkalandi veriö farnir aö mótmæla og gjöra uppreisn gegn þessu fargani áöur en Taxil gjöröi játningu sína; en allur fjöidinn bæöi þar og annarstaðar trúði í blindni (eöa lézt trúa) til hins síðasta. En við játninguna kom hik á marga hinna trúuöu. Margir franskir prestar þoldu ekki smán þessa og gengu úr kaþólsku kj'rkjunni. Atvik þetta haföi líka aðrar af- leiöingar. Þaö kom því til leiðar aö klerkar fóru aö hugsa ai- varlega um ástandiö innan kyrkjunnar og heimta betur menntaöa prestastjett. Andlegir straumar, hugsunar og rannsóknar sern hingaö til höföu veriö stíflaöir, löngunin, setn hiugaö til haföi veriö þögul, eftir því aö kyrkjan serndi sig meir eftir nútíöar menning; hin heita, djúpu þrá eftir því aö kaþólsk guörækni

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.