Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1927, Page 7
iðunn
ísland fullvalda ríki
97
arins 1873. Draugurinn komst aftur á kreik. Nú var
enginn ]ón Sigurðsson til að kveða hann niður, og fyrir
því komst hann inn í sambandssamninginn. Og þar heldur
hann nú til.
Og það er og verður vandalaust að fá landsmenn til
að taka við slíkum afturgöngum sem þessari, meðan það
virðist vera órökræðanleg trúarjátning alls þorra manna,
að fyrst landið hafi verið sambandslaust ríki fyrir sjö
öldum, þá hljóti það að geta verið það enn í dag. En
hver sem vill hafa fyrir því einu sinni að bera þetta
tvennt saman, aðstöðu landsins þá og aðstöðu þess nú,
niun fljótt sjá að af þeim samanburði rennur engin stoð
undir hið nýja íslenzka ríki.
I fornöld var landið sjálfstætt og sambandslaust ríki.
Ibúar landsins höfðu numið það eigandalaust og stofn-
sett á því ríki og gefið því skipulag. Og þeir höfðu
numið það handa sjálfum sér, en ekki handa öðrum,
þ. e. ekki handa Noregskonungi; því að hann hafði ekki
Sert þá út í landaleit, heldur hrakið þá frá heimkynnum
þeirra og óðulum í Noregi eða gert þeim óvært þar og
ekki séð þeim fyrir öðrum samastað. Styrkur ríkisins
var því fyrst og fremst fólginn í meðvitund landsmanna
nni að ekkert lögmætt tilkall til landsins væri til, gamalt
eða nýtt, annað en eignarréttur sjálfra þeirra. I annan
stað mátti það gera sjálfstæðistilfinningu þeirra öflugri
og einbeittari, að drottinvaldi þeirra var ekki, svo að nú
verði séð, hætta búin nema úr einni einustu átt. I það
mund er hér var stofnað ríki, voru ekki lagðar af vík-
ingaferðir Norðurlandabúa og þeir ekki hættir að sækja
auðæfi til suðlægari landa; og meðan svo stóð og lengi
Þar á eftir voru þeirra landa menn ekki enn komnir
upp á það að sækja auðæfi til Norðurlanda, að minnsta
kosti ekki til íslands. Af fiskiveiðum útlendinga hér við